Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 30

Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Albir 3. júní Frá kr. 89.900 - með fullu fæði Aðeins örfá herbergi í boði! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í júní til Albir á Costa Blanca. Albir er notalegur bær rétt við Benidorm þar sem frábært er að njóta lífsins í sumarfríinu. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á Hotel Rober Palas sem er gott þriggja stjörnu hótel sem býður góðan að- búnað og frábæra staðsetningu í Albir. Stutt er að fara á ströndina og í miðbæinn. Við hótelið er sundlaug, bar, sólbaðsaðstaða, veitingastaði, setustofa, líkamsræktaraðstaða, sauna, diskótek, internetaðgengi fyrir gesti o.fl.. Á Hotel Rober Palas eru 82 herbergi sem eru smekklega inn- réttuð og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi. Fullt fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður. Verð frá kr. 89.900 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi á Hotel Rober Palas *** í 7 nætur með hálfu fæði. Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 92.900. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Sér- tilboð 3. júní. Ótrúlegt sértilboðHotel Rober Palas ***· Mjög fjölbreytt þjónusta· Fullt fæði innifalið Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is U pplýsingaarkitektúr fjallar um skipulagn- ingu og hönnun á hvernig eigi að koma upplýsingum á fram- færi til notandans,“ segir Hildur Fjóla Svansdóttir. Hún er að ljúka tveggja ára mastersnámi í upplýs- ingaarkitektúr við Álaborgarháskóla í Danmörku. Hildur Fjóla útskrifast í fyrsta hópi nemenda, sem leggur stund á þessi nýju fræði. Áður hafði hún lokið BSc-námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Danmarks Bi- blioteksskole. „Þótt ég væri ánægð með bókasafns- og upplýsingafræð- ina þá hafði ég ekki áhuga á frekari menntun í því fagi. Á þessum tíma, haustið 2007, bauð Álaborgarháskóli upp á nýtt nám, fyrstur háskóla á Norðurlöndum. Ég kynnti mér nám- ið, upplýsingaarkitektúr, og sá strax að það var mjög heillandi og góð framlenging á mínu fyrra námi.“ Upplýsingaarktitektúr kom fyrst fram á sjónarsviðið sem sérstök fræðigrein í Bandaríkjunum fyrir 10-15 árum. „Grunnur fræðanna er hvernig koma eigi upplýsingum á framfæri á sem aðgengilegastan og bestan hátt. Þar lítum við ekki ein- göngu til fyrirtækja eða stofnana, sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri, heldur metum hverjir nýta sér upplýsingarnar, hvers vegna og hvað þurfi að gera til að þær nýtist hverjum og einum á sem bestan hátt. Við aukum virði upplýsinga með því að leiða notandann í gegnum þær upplýsingar sem hann þarfnast, en framhjá ónauðsynlegum upplýs- ingum. Upplýsingarnar verða að svara þörfum notandans, hvort sem þær eru settar fram í netmiðlum, á veggspjöldum eða í dreifiritum, svo dæmi séu tekin. Í raun á upplýs- ingaarkitektúr það sameiginlegt með byggingararkitektúr að við þurfum að skilgreina það rými sem við hönnum og hvernig það nýtist notandanum sem best. Við verðum að greina notendahóp upplýsinganna og hvernig hann skilur upplýsing- arnar út frá því samhengi sem hann sér hlutina í, áður en við hönnum upplýsingarnar og komum þeim á framfæri. Þannig mætir notandinn því upplýsingaumhverfi sem er hon- um skiljanlegt og gerir honum auð- velt að nálgast þær upplýsingar sem hann hefur þörf fyrir.“ Innra net og tölvuleikur Til að skýra þetta frekar tekur Hildur Fjóla dæmi af þremur verk- efnum, sem hún vann að með sam- nemendum sínum meðan á náminu stóð. „Við hönnuðum innra net fyrir endurskoðunarfyrirtæki í Fær- eyjum. Þar höfðu samskipti starfs- manna byggst mikið á tölvupóstum og þeir sem reyndari voru þurftu sí- fellt að svara sömu spurningum hinna reynsluminni. Við greindum þörfina fyrir upplýsingar og hönn- uðum innra net. Innra netið veitir auðveldara aðgengi að upplýsing- unum þar sem þær eru flokkaðar og skráðar eftir þörfum notandans. Núna eru upplýsingarnar aðgengi- legar öllum starfsmönnum þegar þörf er á þeim og vinnufriður til að sinna hefðbundnum störfum.“ Þegar Hildur Fjóla vinnur að verkefnum sem tengjast vefmiðlum taka forritarar gjarnan við og hrinda hugmyndum hennar í framkvæmd. Í tilviki endurskoðunarskrifstofunnar var kerfið hins vegar einfalt, að hennar sögn, svo hún og samnem- endur hennar unnu innra netið að mestu sjálfir. Annað verkefni og gjörólíkt var fyrir textílfyrirtæki, sem ætlaði að sýna vörur sínar á stórri sýningu er- lendis og vildi koma á framfæri vöru Arkitekt upplýsinganna Óljóst Skiltið sýnir glögglega að ekki má reykja í lyftunni, hún ber 6 manns og hana má ekki nota ef eldur logar í húsinu. Myndin niðri til vinstri er ekki jafn skýr. Henni er ætlað að koma til skila að börn megi ekki ferðast ein í lyftunni. Hlutverk upplýsingaarkitekta er að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri myndrænt og skiljanlega. Varla er ofsögum sagt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, geri víðreist. Ekki aðeins ferðast hann um heiminn í embættiserindum, heldur gerir hann sig senn gildandi í heimi fantasíu og vísindaskáldskapar. Hann hefur þegar komið fram sem aukapersóna í myndasögu um Köngulóarmanninn, en Villimaðurinn Barack (Barack the Barbarian) verður í aðalhlutverki í samnefndri teiknimyndaseríu, sem Devil’s Due útgáfan í Chicago hyggst gefa út í júní. Hetjan er væntanleg á sögusviðið í Leitinni að fjársjóði Stimuli, þar sem hann mætir Boosh hinum myrka, Cha-nee vægðarlausa og þeirra líkum. Villimaðurinn Barack er heljarinnar vöðvatröll í lendaskýlu úr loðfeldi, gríðarlega sterkur og oft með blóðuga bardagaexi í karlmannlegum höndunum. Hon- um er ætlað að steypa af stóli yfirborguðum einræð- isherrum til þess að bjarga hinu stórkostlega ameríska lýðveldi, hvorki meira né minna. Óvinur í úlfagæru Sérstakur fjandmaður hetjunnar er Rauða Sarah, teiknimyndaútgáfa af Sarah Palin, fyrrum varafor- setaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Hún birtist í úlfsfeldi eins og vera ber, nánar tiltekið með herðaslá og í bikini úr slíkum feldi, og vitaskuld með vörumerkið á nefinu – gleraugun. Af öðrum sem á vegi hans verða má nefna galdra- konuna Hilariu og eiginmann hennar, bragðarefinn Biil. Talsmenn Devil’s Due-útgáfunnar fullyrða að með sög- unum hefji höfundurinn, Larry Hama, pólitíska háðsá- deilu upp á annað plan. Önnur teiknimyndasaga þar sem Obama er í aðal- hlutverki er einnig væntanleg frá útgáfunni, en þar er hann ekki eins vöðvastæltur og auk þess mállaus. Í Herkvaðning: 100 dagar er Ameríka í rúst, íbúarnir horfa ekki aðeins fram á kaldasta vetur aldarinnar heldur eiga þeir líka í höggi við verur frá öðrum hnött- um. Josh Blaylock, forstjóri Devil’s Due-útgáfunnar, mikill aðdáandi forsetans, segir hugmyndina að teiknimynd- unum um Obama hafa vaknað þegar hann sá hann í aukahlutverkinu í Köngulóarmanninum. Ekki hafi heldur spillt fyrir að forsetinn hafi að eigin sögn mikið dálæti á teiknimyndaseríunni Conan the Barbarian. Villimaðurinn Barack

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.