Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 31

Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 31
sinni og gildum. „Við stungum upp á tölvuleik, sem notendum fannst skemmtilegt að leika, enda voru verðlaun í boði í lok sýningarinnar. Leikurinn fól í sér ýmsar upplýs- ingar um fyrirtækið, til dæmis þær áherslur sem það leggur á umhverf- ismál. Upplýsingunum var miðlað á skemmtilegan hátt, sem kom fyr- irtækinu til góða og vakti áhuga not- endanna.“ Þriðja verkefnið var unnið fyrir þetta sama textílfyrirtæki, en var af allt öðrum toga. Innan fyrirtækisins starfar fjöldi manns, bæði við fram- leiðsluna sjálfa og við sölu og önnur skrifstofustörf. Til að miðla upplýs- ingum innanhúss var ekki nóg að vinna efni á vef fyrirtækisins, enda ekki allir starfsmenn með aðgang að tölvu. „Við settum fram hugmyndir um að miðla upplýsingum með stórum upplýsingaskjáum í fyrir- tækinu, ásamt því að búa til plaköt sem hægt væri að hengja upp þar sem starfsfólkið færi reglulega hjá. Markmiðið var að fá starfsfólkið til að taka þátt í hönnuninni með því að leyfa því að koma með ýmsar ábend- ingar um það sem betur mætti fara. Fólk ritaði ábendingar sínar á post- it-miða, sem voru límdir á töflu í mötuneyti fyrirtækisins, aðrir gátu gert athugasemdir við hugmynd- irnar og stjórnendur fyrirtækisins gátu nýtt sér þennan hugmynda- banka.“ Samnemendur Hildar Fjólu í upp- lýsingaarkitektúr voru aðeins 7 tals- ins. Nokkrir þeirra hafa helst úr lest- inni eða frestað námslokum, svo aðeins fjórir ljúka náminu í vor. Hildur Fjóla er að leggja lokahönd á masters-ritgerðina, sem fjallar um upplýsingakerfi fyrir heimahjúkrun og heimilishjálp í Færeyjum. „Ég er að vinna að hönnun upplýsingakerfis fyrir þá 1.400 starfsmenn, sem vinna við heimahjúkrun og heimilishjálp. Þetta er mjög áhugavert verkefni, þar sem taka þarf tillit til mismun- andi deilda og þar af leiðandi mis- munandi vinnuferla. Markmiðið er að upplýsingarnar séu á einum stað og að þessar deildir geti nýtt sömu upplýsingar og talað saman.“ Vilja koma heim Hildur Fjóla hefur verið við nám í Danmörku í fimm ár. Hún og eig- inmaður hennar, Ingvar Örn Ingv- arsson, hafa hug á að flytja heim, en óvissan er mikil. Ingvar Örn er að ljúka námi í alþjóðaþróunarfræði og börnin tvö, Björk 12 ára og Ingvar Andri 6 ára, vilja gjarnan komast í skóla heima á Íslandi. „Ástandið heima gerir okkur auðvitað erfitt fyrir, en við viljum gjarnan komast heim til fjölskyldu og vina eftir fimm ára fjarveru.“ Meistaranám Hildur Fjóla Svans- dóttir lýkur námi í upplýs- ingaarkitektúr í vor. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins við meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Hverjir geta tekið þátt? • Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan háþrýsting. Konur verða að vera komnar yfir tíðahvörf eða hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð. • Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það með of háan blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf. Hvað felur rannsóknin í sér? Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri og með notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrir- séðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins. Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911. Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. www.xs.is Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 4. sæti í Reykjavík suður Sigmundur Ernir Rúnarsson 2. sæti í Norðausturkjördæmi Velferðarbrú fyrir heimilin Velferðarbrúin hjálpar heimilunum í landinu yfir tímabil erfiðleikanna. Brúin saman- stendur af mörgum markvissum aðgerðum sem styðja heimilin í landinu og liðsinna þeim sérstaklega sem komast í vanda. Þannig nýtum við takmarkaða fjármuni þjóðarinnar best. Höldum áfram! Traust velferðarbrú er ábyrga lausnin á vandanum. Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggj- ur af efnahagsmálum. Svo þungar, að þeir eiga margir bágt með svefn. Þeir grípa oft til þess ráðs að taka svefn- lyf, eins og ljóst er af gríðarlegri aukningu á sölu slíkra lyfja þar í landi. Á síðasta ári var nýtt met sleg- ið, þegar 56 milljón lyfseðlar fyrir svefnlyfjum voru gefnir út, 54% fleiri en árið 2004. Þar í landi reikna menn með að enn bætist við pillufjöldann á þessu ári, þegar kreppan herðir að. Hér á landi hefur hins vegar ekki orðið vart slíkrar aukningar í notkun svefnlyfja, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Því má svo bæta við, að ekki hefur heldur orðið aukning í notkun geðlyfja hér á landi frá bankahruninu. En það er önnur saga og ekki rakin frekar hér. Sjónvarp og lyf Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times skýrði frá því fyrir skömmu að margt benti til að Bandaríkjamenn ættu erfiðara með svefn nú en áður. Áhorf á sjónvarpsþætti, sem sýndir eru undir miðnættið, hefur aukist verulega. Og í nýlegri könnun sögðu 27% aðspurðra að áhyggjur vegna eigin fjármála, efnahagsmála al- mennt og óttinn við að missa vinn- una hefðu rænt þá nætursvefni. Vissulega er ekki við kreppuna eina að sakast. Tíundi hver Banda- ríkjamaður á að jafnaði erfitt með svefn, óháð efnahagsástandi og þrír af hverjum tíu eru einstaka sinnum andvaka. En kreppan bætir svo sann- arlega ekki úr skák. Tölurnar um útgefna lyfseðla eru áhugaverðar, en jafnframt er rétt að hafa í huga að í Bandaríkjunum er mjög víða hægt að kaupa mildari svefnlyf í apótekum og sú sala er ekki tekin með í frétt Los Angeles Times. Vandinn gæti því verið út- breiddari en tölur um útgáfu lyfseðla benda til. Sterku svefnlyfin hafa hins vegar mörg hver þau leiðu aukaáhrif að svefnhöfgi sækir á fólk daginn eft- ir notkun þeirra, sem getur skapað hættu, til dæmis í umferðinni. Þá eru ófá dæmi þess að fólk verði háð lyfj- unum og ýmsar alvarlegar hliðarverk- anir aðrar eru taldar upp í grein Los Angeles Times, til dæmis minnistap. Það sem veldur þó sérfróðum við- mælendum dagblaðsins mestum áhyggjum er að sífellt yngra fólk not- ar svefnlyf. Fólk á menntaskólaaldri virðist þannig sækja í þau í æ ríkari mæli. Frá árinu 1998 hefur fjöldi ung- menna sem notar svefnlyf að stað- aldri þrefaldast. rsv@mbl.is © Royalty-Free/CORBIS Sækja í svefnlyf í kreppunni Lyfjalaus lúr Góður svefn er nauð- synlegur og illt ef fjárhags- áhyggjur halda vöku fyrir fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.