Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Komm-ún-istastjórnin á Kúbu hefur verið bandarískum stjórnvöldum þyrn- ir í augum í rúm- lega hálfa öld. Tíu Bandaríkja- forsetar reyndu að koma Fidel Castro frá völdum án árangurs. Þegar Castro steypti einræð- isherranum Fulgencio Batista af stóli á nýársdag 1959 var Dwight Eisenhower forseti Bandaríkjanna. Er Castro vék til hliðar fyrir Raul, bróður sín- um, var George W. Bush á for- setastóli. Kúba gegndi stóru hlutverki í refskák stórveldanna í kalda stríðinu. Þegar Castro var vísað frá í Washington leitaði hann í faðm Sovétríkjanna. Það var Bandaríkjamönnum óbærilegt. John F. Kennedy reyndi ítrekað að hrekja Castro frá völdum. Innrásinni á Svínaflóa lyktaði með háðulegum hætti. Þegar Bandaríkjamenn komust að því að Sovétmenn væru að setja upp kjarnaflaugar á Kúbu stóð heimurinn á barmi kjarnorku- styrjaldar í þrettán daga í októ- ber 1962. Það ár settu Bandaríkjamenn viðskiptabann á Kúbu. Þetta bann hefur tekið á sig ýmsar myndir, en aldrei haft tilætluð áhrif. Bannið leiddi til þess að Kúba varð kirfilega háð Sov- étríkjunum um öll aðföng og viðskipti. Þegar þau hrundu skullu á miklar efnahagsþreng- ingar, en á móti hafa meðal ann- ars komið vaxandi viðskipti við Kínverja og þeim hafa fylgt aukin áhrif þeirra í þessum heimshluta, sem ekki er Banda- ríkjamönnum beinlínis að skapi. Castro lét ýmislegt gott af sér leiða, sérstaklega í mennta- og heilbrigðismálum, en hann beitti einnig tækjum og tólum kúgunar til að halda völdum. Hins vegar má finna dæmi um marga illskeyttari einræðisherra, sem notið hafa velþókn- unar Bandaríkja- manna og ráða- mönnum í Washington hefur þótt ástæðulaust að beita nokkrum þvingunum. Nú boðar Bandaríkjastjórn endurskoðun Kúbustefnunnar. Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi leiðtoga 34 Ameríku- ríkja á Trinidad og Tobago – Kúba er þar ekki á gestalist- anum – á föstudag að stefna Bandaríkjastjórnar gagnvart kommúnistastjórninni á Kúbu hefði mistekist. Barack Obama bætti um betur á fundinum og sagði að Bandaríkjamenn hygðu nú á „nýtt upphaf“ í sam- skiptum við Kúbu. Ekki er ástæða til að ætla að viðskiptabanninu, sem nú hefur staðið í 47 ár, verði aflétt á svip- stundu. Obama hefur sagt að næstu skref séu undir Kúbverj- um komin. Raul Castro hefur sagt að hann sé tilbúinn að ræða meðal annars mannréttindi, stöðu pólitískra fanga og frelsi fjölmiðla. Viðskiptabannið er tíma- skekkja og hefur verið það um langt skeið. Í raun er það vitn- isburður um það hvernig hörð- ustu andstæðingar Castros í röðum kúbverskra innflytjenda í Bandaríkjunum hafa getað haldið Bandaríkjastjórn í gísl- ingu með atkvæðavægi sínu í Flórída. Nú bendir allt til nýrra tíma og að Kúba fái loks þrifist með eðlilegum hætti í samfélagi þjóðanna og sennilegt að komi á daginn að frjáls viðskipti muni grafa undan stjórnarfari ein- ræðis á Kúbu og koma því til leiðar, sem ekki tókst með við- skiptabanninu og einangr- unarstefnunni. Bandaríkjastjórn gengst við að Kúbu- stefnan hafi verið misheppnuð} Nýtt upphaf Fjármögnun flokka alltaf í sviðsljósinu FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is M ikil umræða hefur verið hér á landi að undanförnu um fjármál stjórnmála- flokkanna og líklega er það land vandfundið þar sem þau mál eru ekki reglulega í sviðsljósinu. Í vestrænum ríkjum og miklu víðar gilda ákveðin lög um fjárframlög til flokka en algengt er, að framhjá þeim sé farið. Heita má, að í Evrópu, svo ekki sé leitað lengra, séu alltaf uppi einhver mál af þessu tagi og er þá oftast um að ræða ólögleg fram- lög til einstakra flokka eða framá- manna í þeim. Í Bretlandi hafa báðir stóru flokkarnir orðið uppvísir að misferli af þessu tagi, á Írlandi hefur komist upp um mútur eða stórgjafir til ráðamanna og pólitísku spilling- armálin hafa hvert rekið annað í Frakklandi svo örfá dæmi séu nefnd. Langt mál væri að telja upp öll mál af þessum toga en það langfræg- asta er rannsóknin á spillingu ítölsku stjórnmálaflokkanna snemma á síðasta áratug. „Mani pul- ite“ var hún kölluð, „Hreinar hend- ur“, og það gegnumrotna kerfi, sem blasti við þegar lokinu hafði verið lyft, fékk nafnið „Tangentopoli“, „Mútubær“. Afleiðingarnar urðu þær, að ítalska stjórnmálakerfið hrundi að stórum hluta ásamt Fyrsta lýðveldinu, sem svo var kall- að, og nokkrir stjórnmálamenn og fjármálamenn styttu sér aldur. Rotið epli í flekklausum flokki Málið hófst 17. febrúar 1992 þegar ítalski dómarinn Antonio Di Pietro lét handtaka Mario Chiesa, einn þingmann sósíalista, vegna spill- ingar. Bettino Craxi, leiðtogi Sósíal- istaflokksins, lýsti þá Chiesa sem rotnu epli í annars flekklausum flokki en þessi háttur ítölsku flokks- broddanna, að reyna helst að sverja af sér öll tengsl við þingmenn, sem sakaðir voru um spillingu, varð til þess að greiða fyrir rannsókninni. Viðkomandi þingmönnum fannst þá sem þeir hefðu verið sviknir og sögðu því frá öllu, sem þeir vissu. Á næstu mánuðum voru margir stjórnmálamenn og fjármálamenn, einkum þeir, sem tengdust þáver- andi stjórnarflokkum, handteknir og ekki bara í Mílanó þar sem rann- sóknin hófst, heldur vítt og breitt um Ítalíu. Skelfingin heltók ítalska stjórnmálamenn enda átti obbinn af þeim von á heimsókn lögreglunnar. Gott dæmi um það er einn þing- manna sósíalista. Dag nokkurn bönkuðu tveir lögreglumenn upp á hjá honum og þeir voru varla komnir inn fyrir hússins dyr þegar hann hafði játað stórar sakir á sig og marga aðra. Að því búnu komst hann að því, að erindi lögreglunnar var að afhenda honum sektarmiða vegna umferðarlagabrots. Sagan endurtekur sig? Fjórir ítalskir stjórnmálaflokkar hurfu af sjónarsviðinu vegna spill- ingarrannsóknarinnar og það var ekki síst vegna andúðar almennings á gamla kerfinu, að Silvio Berlusconi kom eins og stormsveipur inn í ítölsk stjórnmál í kosningunum 1994. Hann hefur síðan verið forsætisráð- herra með nokkrum hléum. Mörgum finnst hins vegar, að gamla sagan sé að endurtaka sig. Berlusconi er sakaður um víðtæka spillingu og á stundum virðist það vera hans helsta verkefni að standa vörð um eigin hagsmuni. Nú þykir það líka bara fínt að úthúða dóm- urunum, sem á sínum tíma beittu sér fyrir „Hreinum höndum“. Reuters Hefur eitthvað breyst? Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sakaður um margvíslega spillingu en er nú undanþeginn saksókn. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands og síðar sameinaðs Þýskalands frá 1982 til 1998, var um margt merkilegur stjórn- málamaður og hans verður auðvit- að lengi minnst vegna sameiningar ríkjanna. Engu að síður hvarf hann út úr þýskri pólitík næstum æru- laus. Það var vegna þess, að 1999 komst upp um það, að flokkur hans, Kristilegi demókrataflokkurinn, CDU, hefði árum saman tekið við ólöglegum fjárframlögum. Þegar farið var að rannsaka mál- ið kom í ljós mikill spillingarvefur. Þar komu til dæmis við sögu vopna- salinn Karlheinz Schreiber, franska olíufélagið Elf Aquitaine og her- gagnasala til Sádi-Arabíu. Nú, ára- tug síðar, er unnið að rannsókn þessara mála. Kohl hætti á þingi og í stjórnmálum 2002 og það sama ár varð hann að segja af sér sem heið- ursformaður CDU. KOHL LÉT FREISTAST ›› 22. apríl 1979: „Hinn nýi vinstri meirihluti í Reykjavík gerir jafn- vel gælur við tólfta prósentustigið í útsvarsálagningu og hugði á sér- stakt sorphirðugjald, sem að vísu var fellt með atkvæðum sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn og annars borgarfulltrúa Alþýðuflokksins. Þessi skattagleði vinstri manna hefur þegar skapað verulegan að- stöðumun í búsetu hér á höf- uðborgarsvæðinu, eftir því, hvort sjálfstæðismenn eða vinstri menn ráða ferð. Vinstri meirihlutar í sveit- arstjórnum feta því troðna slóð vinstri ríkisstjórnar í harðari at- lögu með launaumslögum vinnandi fólks í landinu. Þessi aukna skatt- heimta rýrir að sjálfsögðu ráðstöf- unarfé heimila og einstaklinga, sem halda eftir minni og minni hluta af aflafé sínu. Nýtt skatt- þrep vinstri stjórnar, afturvirkni skatta, hækkun vörugjalds, hækk- un verðjöfnunargjalds á raforku og hækkun skattheimtu um bens- ínverð eru allt efnishlutar í þeirri „ryksugu“ vinstri stjórnarinnar, sem beint er í launaumslög al- mennings í landinu.“ . . . . . . . . . . 23. apríl 1989: „Nú hefur verkfall kennara haft þær afleiðingar, að ekki verða samræmd próf í grunn- skólum á þessu vori. Hins vegar hafa skólarnir heimild mennta- málaráðherra til þess að leggja þessi próf fyrir nemendur, sem verkefni. Jafnframt liggur fyrir, að nemendur fái aðgang að fram- haldsskólum, þótt þeir taki ekki hin formlegu samræmdu próf. Kennarar hafa ítrekað efnt til verkfalla á þessum árstíma. Morg- unblaðið hefur ítrekað varað kenn- ara við þessu og bent þeim á, að afleiðingarnar fyrir nemendur gætu verið með þeim hætti, að ekki væri viðunandi. Það er stað- reynd, að verkföll á þessum árs- tíma hafa orðið til þess, að nem- endur hafa flosnað upp frá námi. Sumir þeirra hafa leitað út á vinnumarkaðinn, þótt áreiðanlega sé erfiðara að fá vinnu nú en oft áður.“ Úr gömlum l e iðurum Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ N okkuð hefur þótt skorta á að stjórnmálaflokkarnir hafi sagt kjósendum á skýru og skilj- anlegu máli hvað þeir ætlist fyrir komist þeir í ríkisstjórn eftir kosningar. Þessi gagnrýni á þó engan veginn við Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð. Þar á bæ vita menn nákvæmlega hvað þeir ætla sér og hafa sent greinargóð og auð- skiljanleg kosningaloforð til landsmanna um lækkun launa og hækkun skatta. Kjósendur Vinstri grænna geta ekki rekið upp harmakvein þegar kosningaloforð flokks- ins skella á þeim af fullum þunga í endurnýj- aðri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þessir kjósendur voru ekki tældir inn í kjörklefann á fölskum forsendum. Þeim var sagt fyrirfram hvað þeir væru að kjósa yf- ir sig og féllust fúslega á þau kjör. Þannig að þeir hljóta að mæta launalækkunum sínum og skattahækkunum með fögnuði hins þolgóða píslarvotts sem glaður gengur svipugöngin í þágu málstaðarins. Og málstaður VG er vitanlega sá að peningar séu af hinu illa og best sé fyrir ríkisvaldið að taka til sín allan þann viðbjóðslega gróða sem þegnarnir hafi hugsanlega af vinnu sinni. Það eru erfiðir tímar og VG ætlar sannarlega að leggja sitt af mörkum til að þeir reynist landsmönnum enn erfiðari. Hreyfingin sér enga ástæðu til að efla at- vinnulífið eða opna fyrir umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nei, nú skal horfið aftur til gamalla tíma þegar lífið var streð og þegnarnir mættu hverjum degi með þungu andvarpi hins strit- andi manns. Vinstri grænir eru alveg sér á parti í ís- lenskri pólitík. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Samfylking hafa ekki boðað launalækkanir og umtalsverðar skattahækk- anir heldur vilja leita annarra leiða. Þessir flokkar gera sér grein fyrir að ekki er hægt að leggja meiri álögur á einstaklinga og fyrir- tæki en þegar hefur verið gert. Sjálfstæðis- flokkurinn sýnist flokka staðfastastur í því að hafna skattahækkunum og góðir menn hljóta að vona að flokkurinn meini það sem hann segir. En það er reyndar meinið, að þessa dagana er svo erfitt að trúa nokkru því sem frá þeim flokki kemur. Og Samfylkingin er svo áhrifagjörn að jafnvel jafnlyndustu menn hljóta að vera á glóðum hvern þann dag sem hún er í stjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Þar er hætt við vinstri víxlsporum á hverjum degi með hörmulegum af- leiðingum fyrir þjóð sem má ekki við fleiri áföllum. Yfirvofandi er áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna. Skoðanakannanir sýna að þetta samsull hugnast þjóðinni nú um stundir. En það þarf ekki glöggt fólk til sjá að svo mun ekki verða lengi. Þegar Vinstri grænir taka að breiða úr sér og launa- lækkanir og skattahækkanir verða að raunveruleika þá mun þjóðinni verða verulega brugðið. Þá verður ekki svo auðveldlega aftur snúið. kolbrun@ mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fagnaðarerindi Vinstri grænna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.