Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 38

Morgunblaðið - 19.04.2009, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 BÆJARSTJÓRI Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnar Ingi Birgisson, skrif- ar grein í Morg- unblaðið laugardag- inn 11. apríl. Grein hans er uppfull af rangfærslum. Við teljum það skyldu okkar gagnvart bæjarbúum að svara þessum rangfærslum, þó svo að skrif af þessu tagi séu varla svaraverð. Í grein sinni segir Gunnar að árvissir menningardagar hafi verið samþykktir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Það er rétt hjá Gunnari en jafnframt var samþykkt að fjárhagsáætlun yrði endurskoðuð eftir þrjá mánuði. Í ljós hefur komið að forsendur fjárhagsáætl- unar voru í bjartsýnni kantinum og því hefði verið eðlilegt að bíða með ákvörðun um framkvæmd menningardaga eftir að endur- skoðun fjárhagsáætlunar væri lok- ið. Gunnar segir að það sé rangt að hann hafi sniðgengið nefndir bæj- arins varðandi ákvörðun um ferð sína til Írlands. Hið rétta er að Gunnar ákvað þetta einn og sjálf- ur, engin nefnd hefur fjallað um málið. Það er hægt að sannreyna með því að fara yfir fundargerðir nefnda bæjarins. Gunnar segir að hann hafi gert bæjarráði grein fyrir því að menn- ingardagar yrðu tileinkaðir Írum að þessu sinni. Þetta er rangt. Gunnar hefur aldrei tekið málið upp í bæjarráði. Það kom ekki til umræðu í bæjarráði fyrr en und- irrituð spurðust fyrir um ferð bæjarstjórans til Írlands. Þetta má sjá með því að skoða fund- argerðir bæjarráðs. Gunnar segir að niðurskurður í grunnskólum sé rúmlega 1%. Það er rangt. Niðurskurður á rekstr- arfé grunnskólanna er 4-5%. Gunnar segir að við viljum að ákveðnum aðilum sé greitt úr bæj- arsjóði til að minnka fjárhags- legan skell þeirra af því að höfða mál á hendur bænum og tapa því fyrir dómstólum. Gunnar svífst einskis í málflutningi sínum og hikar ekki við að vega að saklausu fólki ef hann þarf að draga athygl- ina frá gagnrýni sem hann á erfitt með að svara. Þegar þetta erindi kom fyrir bæjarráð óskuðum við eftir því að málinu yrði frestað um viku þannig að okkur gæfist tóm til að kynna okkur það og afla frekari gagna. Gunnar vildi af- greiða málið á staðnum. Málið hef- ur ekki komið aftur til bæjarráðs né heldur hafa verið umræður um það. Afstaða okkar hefur aldrei komið fram. Fullyrðing Gunnars er því algjörlega úr lausu lofti gripin. Gunnar minnist á vin sinn verk- efnisstjórann sem hann réð til bæjarins á sínum tíma án þess að staðan hefði verið auglýst. Hann fullyrðir að staðan hafi verið aug- lýst og sá hæfasti ráðinn. Hið rétta er að áður var maðurinn bú- inn að starfa hjá bænum í heilt ár og ekkert auglýst fyrr en eftir að við undirrituð höfðum gagnrýnt þetta ráðslag harðlega. Rangfærslur Gunnars Inga Birgissonar Hafsteinn Karlsson og Guðríður Arn- ardóttir skrifa um bæjarstjórnarmál í Kópavogi » Við teljum það skyldu okkar gagn- vart bæjarbúum að svara þessum rang- færslum, þó svo að skrif af þessu tagi séu varla svaraverð. Hafsteinn Karlsson Höfundar eru bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður Arnardóttir Hotel and Tourism Management Studies Iceland/Switzerland For further information please call Árni Valur Sólonsson Tel: 896-2204 or Baldur Sæmundsson Tel: 594-4000 The Passport to your future! Year 1: Joint Certificate programme Hospitality and Culinary School of Iceland Year 2 & 3 : Bachelor of International Business University Centre "César Ritz" in Switzerland One Year: Master Degree programmes University Centre "César Ritz" in Switzerland Next starting dates: 25th August 2009 - Iceland 13th July 2009 - Switzerland PROMOTIONAL SEMINAR Radisson SAS, Hotel Saga 22. April / 17:00 - 19:00 Conference room Princeton II www.ri tz.edu Hospitality and Culinary School of Iceland Á Suðurlandi er mikið og öflugt atvinnulíf enda er Suðurland víðfeðmt og fjölmennt. Iðnaður á ýmsum sviðum, allt frá ýmiss konar smá- iðnaði upp í orkuiðnað, ylrækt, garðyrkja, að ógleymdri ferðaþjónustu og tengdum greinum. Fallegar sveitir leggja grunn að blómlegum landbúnaði og matvælaframleiðslu og á Suðurlandi eru ein stærstu fyrirtæki landsins á sviði matvælaiðnaðar. Í blaðinu verður víða borið niður og fjallað um atvinnulífið á opinn og skemmtilegan hátt. Fjölbreytni, framsækni, hefðir og nýsköpun, allt þetta einkennir at- vinnulífið á Suðurlandi. Suðurland tækifæranna – atvinnulífið á Suðurlandi Aukablað Viðskiptablaðsins 23. apríl Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134 / 692-1010 eða sigridurh@mbl.is – meira fyrir áskrifendur F í t o n / S Í A Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Auglýsingasími 569 1134

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.