Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Í Zetunni næstkomandi mánudag verður áfram rætt við formenn þeirra stjórnmála- flokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum. Þættirnir eru í beinni útsendingu á mbl.is kl. 12:00, 14:00 og 16:00 en verða svo aðgengilegir síðar fyrir þá sem á vilja horfa. Það eru blaða-mennirnir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Agnes Bragadóttir, Björn Vignir Sigurpálssson og Karl Blöndal sem hafa umsjón með þáttunum. Ekki missa af yfirheyrslu blaða-manna Morgunblaðsins næstkomandi mánudag. kl. 12:00 Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar kl. 14:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, kl. 16:00 Ástþór Magnússon formaður Lýðveldishreyfingarinnar Kosningabaráttan harðnar á mbl.is Mánudaginn 20. aprílZetan Kosningar 2009 F í t o n / S Í A NÚGILDANDI reglur um breytingar á stjórnarskrá Íslands eru á þessa leið: „Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórn- arskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái til- lagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Al- þingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.“ (79. gr. í stjórnarskrá Íslands.) Sú hefð hefur skapast að Alþingi samþykki ekki breytingar á stjórn- arskrá nema um það sé þokkaleg sátt í öllum flokkum. Nú á síðustu vikum hefur þó verið reynt að rjúfa þessa hefð því minni- hlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hyggst koma frumvarpi til stjórn- skipunarlaga í gegn um Alþingi þrátt fyrir andstöðu Sjálfstæð- isflokks. Eitt atriði í frumvarpinu til stjórnskipunarlaga sem Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sig- fússon, Birkir J. Jónsson og Guð- jón A. Kristjánsson hafa lagt fram á Alþingi fjallar um breytingar á stjórnarskrá. Í frumvarpinu er lagt til að í stað 79. greinar (sem vitnað er til hér að ofan) komi: „Frumvarp til breytinga eða við- auka á stjórnarskrá þessari má bera upp á Alþingi. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til sam- þykktar eða synjunar. Atkvæða- greiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjör- skrá, skal það staðfest af forseta Íslands og öðlast þá gildi sem stjórnarskipunarlög.“ Verði stjórnarskránni breytt á þennan hátt verður framvegis hægt að keyra breytingar á henni í gegn á fáein- um vikum og hætt er við að sú hefð að leita víðtækrar samstöðu um stjórnarskrár- breytingar rofni. Þótt það kunni að vera skynsamlegt og réttlátt að láta þjóð- aratkvæðagreiðslu skera úr um hvort breyting á stjórn- arskrá öðlist gildi sýnist mér að hér sé ætlunin að gera það helst til auðvelt að breyta henni í fljót- heitum. Við höfum nýlega kynnst því hvernig óðagot og múgæsingur getur svipt fólk dómgreind um pólitísk mál. Undir slíkum kring- umstæðum er hætt við vanhugs- uðum ákvörðunum og þá ver stjórnarskrá, sem hæfilega erfitt er að breyta, ríkið gegn skaðlegum hringlandahætti. En það eru fleiri ástæður fyrir því að réttara væri að gera það erfiðara en nú er að breyta stjórnarskránni heldur en að auðvelda það. Stjórnarskrá er ólík öðrum lög- um. Hún ákvarðar hvernig ríkinu skuli stjórnað, kveður meðal ann- ars á um hverjir megi setja lög og hvaða skilyrði þurfi að vera upp- fyllt til að lög öðlist gildi; Hún set- ur valdstjórninni líka takmörk sem koma í veg fyrir að meirihlutinn geti beitt minnihlutann takmarka- lausu ofríki. Til að stjórnarskrá gegni þess- um mikilvægu hlutverkum þarf að vera erfiðara að breyta henni en öðrum lögum. Ef einfaldur meiri- hluti þings eða þjóðar getur í fljót- heitum breytt stjórnarskrá verður í reynd lítill munur á henni og venjulegum lögum og þá setur hún litlar skorður við yfirgangi gegn þeim sem eru í minnihluta. Stjórnarskrá er eins konar sam- félagssáttmáli. Við getum ímyndað okkur að maður, sem finnst hann vera í minnihluta, spyrji hvers vegna hann ætti að sætta sig við lögsögu ríkisins: Hvers vegna ætti ég að samþykkja að meirihluti, sem ég er ósammála, ráði yfir mér? Í ríki þar sem er stjórn- arskrárfesta og stjórnarskráin tryggir mannréttindi er eðlilegast að svara manninum með því að benda á að meirihlutinn hafi aðeins takmarkað vald og stjórnarskráin tryggi að hann fái haldið eignum sínum, geti skotið ágreiningi við aðra menn til óvilhallra dómstóla og treyst því að stjórnvöld virði mannhelgi hans og ýmis réttindi eins og tjáningarfrelsi. Hugsum okkur að þessi fulltrúi minnihlutans sé sanngjarn maður sem tekur tali. Ætti hann þá ekki að segja eitthvað á borð við: „Allt í lagi, einhvern veginn verður víst að stjórna ríkinu og ég get svo sem skilið að um viss mál þurfi að taka ákvarðanir þótt ekki séu allir sammála og kannski sanngjarnt að þeir sem eru fleiri ráði eitthvað meiru en við sem erum færri. Ég skal því samþykkja að gegna lög- um sem sett eru af fulltrúum meirihlutans svo fremi mér sé tryggt að þeir haldi sig innan marka sem stjórnarskráin setur.“ En hvað ætti þessi skynsami minnihlutamaður að segja ef meiri- hlutinn gæti hvenær sem er breytt stjórnarskránni? Stjórnarskrá á bæði að tryggja stöðugleika og koma í veg fyrir það ranglæti að meirihlutinn traðki á minnihlutanum. Til að hún gegni þessum hlutverkum þarf að vera hæfilega erfitt að breyta henni. Eigi stjórnarskrárbreyting að öðlast gildi við það að vera sam- þykkt bæði af Alþingi og í þjóð- aratkvæðagreiðslu, eins og fyr- irliggjandi frumvarp gerir ráð fyrir, held ég að bæði sé rétt að láta líða meiri tíma frá samþykkt Alþingis fram að þjóðaratkvæða- greiðslu og krefjast aukins meiri- hluta. Breytingar á stjórnarskrá Atli Harðarson skrifar um sérstöðu stjórnarskrárinnar »Eigi stjórnarskrá að setja valdstjórninni mörk þarf að vera erf- iðara að breyta henni en öðrum lögum. Atli Harðarson Höfundur er heimspekingur. , ,ímorgungjöf? Sandvíkur-Skrudda Páls Lýðssonar - gamansögur úr Árnesþingi Páll heitinn Lýðsson, bóndi og sagnfræðingur í Litlu- Sandvík, safnaði árum saman gamansögum af mönn- um og málefnum sem tengjast á einn eða annan hátt Árnessýslu. Sigurður Kristinn Hermundarson, ritstjóri í Reykjavík og kunningi Páls, hafði fyrir ári síðan fært það í tal við hann, að gaman væri að sjá þetta efni á bók og var ákveðið að svo yrði. En enginn ræður sínum næturstað, eins þar stendur. Páll lést í umferðarslysi nokkrum dögum síðar, 8. apríl 2008. Engu að síður var áfram haldið og tók sonur hans, Lýður Pálsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga, að sér að búa handritið til prentunar og naut við það aðstoðar áðurnefnds Sigurðar. Í Sandvíkur-Skruddu kennir margra grasa. Þar er fjall- að um sýslumennina, bændurna, prestana, alþingis- mennina, handverksmennina og auðvitað hópferðabíl- stjórann Ólaf Ketilsson. Og ekki sleppur buxnasalinn. Bókaútgáfan Hólar mun gefa bókina út í júní næstkom- andi, en í henni verður að finnaTabula memorialis. Þar geta áskrifendur að ritinu vottað Páli heitnum Lýðssyni virðingu sína (nöfn áskrifenda munu birtast þar, nema annars sé óskað), en verð bókarinnar verður kr. 4.000 og er sendingagjald innifalið. Hægt er að gerast áskrifandi í s. 587-2619 og í netfanginu holar@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.