Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is Ragnheiður Elsa Gísladóttir ✝ Ragnheiður Elsa Gísladóttir fædd-ist á Eyvindarstöðum í Blöndudal 6. október 1927. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð 23. mars 2009. Foeldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi og kona hans Guðlaug Karlesdóttir. Hún var næst elst fjögurra systkina en þau eru Haukur lát- inn, Gíslína, Svanhild- ur og Lilja. Eftirlifandi eiginmaður er Friðrik Blöndal skrifstofumaður fæddur 10. mars 1928. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Borghildi, maki Páll Heimir Pálsson. Börn þeirra eru Friðrik Heiðar og Íris Ósk. 2) Anna, maki Þórarinn Jó- hannesson. Börn þeirra eru Agnes Björk, Jónas Friðrik, Elísabet og Anna Borg. Langömmubörnin eru átta Úför hennar fór fram í kyrrþey frá Höfðakapellu 1. apríl 2009. Meira: mbl.is/minningar Jóhanna Geir- laug Pálsdóttir ✝ Jóhanna GeirlaugPálsdóttir (Gilla) fæddist á Vatnsenda í Eyjafirði 19. maí 1924. Hún lést á Dval- arheimilinu Garðv- angi, Garði, 3. apríl 2009. Hún var jarðsungin frá Keflavík- urkirkju fimmtudaginn 16. apríl 2009. Meira: mbl.is/minningar Helga Sif Jónsdóttir ✝ Helga Sif Jóns-dóttir fæddist 21. júní 1957. Hún and- aðist á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. apríl 2009. Útför Helgu fer fram frá Keflavíkurkirkju 8. apríl 2009. Meira: mbl.is/minningar Börkur Jónsson ✝ Börkur Jónsson,framkvæmda- stjóri á Akranesi, fæddist á Akranesi 16. des. 1944 og lést á heimili sínu 4. apríl sl. Útför hans hefur farið fram. Meira: mbl.is/minningar Oddný Kristjánsdóttir ✝ Oddný Kristjáns-dóttir fæddist í Akurholti í Eyjahreppi 2. febrúar 1935. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness fimmtudag- inn 2. apríl sl. Oddný var jarð- sungin frá Borgarneskirkju 11. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar Hann afi Skúli hefur fengið hvíldina sína, hans sakna ég sárt. Eftir sit ég með ynd- islegar minningar. Fyrst upp í hugann koma jólin þegar hann gaf mér reiknivél með strimli, ég litla skrifstofustelpan hans var alltaf að eyða pappírnum í vélinni hans þannig að hann gaf mér mína eigin og auðvitað stærri og flottari en hans. Hann afi hafði voða gaman að skrifstofuleikjunum mínum, þegar hann tók til í veskinu sínu henti hann alltaf kvittunum sínum í ruslið en sleppti því að rífa þær því hann vissi að Gunna hans kæmi og nýtti þær í leik. Við afi höfðum alltaf gaman af því að spjalla, hann hafði mikla trú á mér og það er bara yndislegt að eiga slík- an afa, oft leitaði hann til mín um ráð, það þótti mér mjög vænt um. Afi var svo fróðleiksfús, alltaf að lesa sér til um nýjasta nýtt og oft stóð ég á gati þar sem hann vissi bara miklu meira um hlutina. Í menntaskóla lærði ég m.a. þýsku, um það leyti fór afi líka í þýskutíma og ekki leið langur tími þar til hann var orðinn miklu betri en ég, svona var hann afi, allt pottþétt sem hann gerði. Eins var hann með tölvurnar, hann nýtti sér óspart tölvutæknina og netið, já, hann afi var sko alls ekki gamaldags, alltaf til í að nýjungar. Þar sem ég sit hérna að skrifa þessar minningar mínar langar mig helst til að verða aftur 10 ára gömul og skottast um í Karfavoginum hjá ömmu og afa, þaðan á ég góðar minn- ingar. Takk fyrir það, afi minn. Elsku besti afinn minn, hvíl þú í friði. Þín Guðrún Erla. Elsku afi. Það er erfitt að setjast niður með blað og penna og rifja upp liðna tíma. Það er svo ótrúlega margt gott sem hægt er að skrifa um þig, en það er samt svo erfitt að koma svo mörgum minningum fyrir á nokkrum línum. Þú hefur alltaf verið svo blíður og góður við okkur og aldrei sparaðir þú hrósin. Þér fannst sko ekki leiðinlegt að fá spurningar þar sem þú fékkst tækifæri til þess að henda í okkur nokkrum fróðleiksmolum, í okkar augum vissir þú allt á milli himins og jarðar. Það sem minnir okkur mest á þig er alparósin sem þú varst með í garð- inum í Karfavogi. Þú hugsaðir alltaf svo vel um hana, settir kassa utan um hana yfir veturinn og tókst kassann aftur niður þegar sumarið kom og þá áttu allir að koma til þess að sjá hversu falleg hún var orðin. Þú hugs- aðir greinilega vel um rósina vegna þess að hún hefur verið til í svo mörg ár, allavega fékkstu hana löngu fyrir okkar tíð. Garðskálinn í Karfavogin- um minnir okkur líka rosalega á þig. Þú gast setið þar klukkutímum sam- an og lesið. Það var líka ósjaldan sem við vorum með þér inni í bílskúr þar sem þú varst að búa til lampa, kerta- stjaka og spegla. Við eigum öll eitt- hvert glerlistaverk eftir þig sem við munum geyma vel. Skúli Magnússon ✝ Skúli Magnússonfæddist í Reykja- vík 18. janúar 1926. Hann lést á Landspít- alanum 31. mars 2009. Skúli var jarðsung- inn frá Langholts- kirkju 14. apríl sl. Frá því að við mun- um eftir okkur hefur heilsusamlegt líferni alltaf verið númer eitt hjá þér. Þú syntir á hverjum morgni og endaðir á að spjalla við gömlu karlana í heita pottinum. Þegar þú komst heim fékkstu þér alltaf ávexti og grænmeti og við feng- um oft að heyra hversu óhollan mat ungt fólk borðar í dag. Þrátt fyr- ir það varstu alltaf tilbúinn að koma upp með nammiskál fyrir okkur þegar við gistum hjá ykk- ur. Elsku afi. Við eigum eftir að sakna þín og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Það verður skrítið að koma heim til ömmu og afa, þar sem þar er enginn afi lengur. Kannski ertu þar enn, hver veit. Hólmfríður og Ingi Freyr. Elsku afi. Við erum svo fegin því að hafa fengið tækifæri til þess að vera hjá þér síðustu daga lífs þíns. Við fengum tækifæri til þess að halda í hönd þína og segja þér hversu mikils virði þú varst okkur og hversu mikil áhrif þú hafðir á líf okkar. Svona stund er ómetanleg. Þótt þú hafir verið rænulítill og sofandi þegar við töluðum við þig þá vitum við vel, að þú heyrðir til okkar vegna þess að við sáum það á andlitsdráttum þínum. Vegna þess hve heppin við vorum að fá að kveðja þig, þá er fátt sem við eigum ósagt við þig, en okkur langar samt að rifja upp nokkrar góðar minningar. Jólin í Karfavogi eru númer eitt, tvö og tíu. Jólin í dag eru ekki þau sömu, þau eru ekki verri, en það vant- ar samt eitthvað. Það vantar stemn- inguna sem myndaðist þegar öll fjöl- skyldan hjálpaðist að við að undirbúa jólin. Amma og hinar kellingarnar, eins og þú myndir orða það, sáu um matinn og þú, afi, sást um að skera niður kalkúninn og lesa á pakkana. Það var alltaf svo mikill spenningur þegar þú last á pakkana vegna þess að þú varst svo lengi að lesa og við krakkarnir vorum alveg að springa úr spenningi á meðan. Önnur minning sem situr fast í minni okkar eru öll tómu ísblómsbox- in uppi í hillu. Í boxin safnaðir þú smámynt sem þú gafst svo Rauða krossinum. Þú varst mjög hugulsam- ur maður og þú vildir alltaf gott fyrir alla gera. Þið amma tókuð að ykkur stúlku erlendis sem þið styrktuð með peningum. Þessir peningar sáu stúlk- unni fyrir menntun og húsaskjóli. Þú varst alltaf jafn ánægður þegar hún sendi ykkur mynd og bréf þar sem hún lýsti því hversu þakklátt hún væri. Í lokin langar okkur að tala um hversu heitt þú elskaðir ömmu. Það var yndislegt að hlusta á þig lofa ömmu. Þú varst oft eins og ástfang- inn hvolpur þegar þú talaðir um hana. Það er svo sem ekki furða að þú hafir elskað ömmu svona heitt. Hún hefur alltaf staðið eins og klettur við hlið þér, í gegnum súrt og sætt. Það var til dæmis alveg dásamlegt að fylgjast með ykkur á matartíma. Amma hreinlega dekraði við þig endalaust. Hún setti mat á diskinn þinn, allt sem hún vissi að þér þætti gott, hitaði fyr- ir þig te og setti vítamínin þín við hlið- ina á glasinu þínu. Þú varst mjög heppinn að eiga þessa góðu konu. Elsku afi. Við erum fegin því að þér líður vel núna. Núna ertu ekki veikur lengur og nú hefur þú endurheimt minningar þínar. Viltu vaka yfir okk- ur og leiðbeina okkur í lífinu eins og þú gerðir þegar þú varst á lífi? Við þökkum þér fyrir allar þessar yndislegu minningar sem þú skilur eftir hjá okkur og vonum að við hitt- umst einhvern tímann seinna. Þang- að til, vertu sæll afi, við elskum þig ávallt. Elísabet Jean, Hildur Björk, Ein- ar Skúli og Frank. Hana ömmu mína dreymdi draum. Stjarnan sem sveif um himinhvolfið hlaut nafnið Skúli. Nú er slokknað á stjörnunni en minningarnar lifa. Minningar um frænda sem hafði þægilega nærveru, frábæra kímni- gáfu og endalausa forvitni um lífið og tilveruna. Fyrstu minningar mínar um frænda eru þegar hann kom í sveitina til ömmu með fallega konu og dætur. Kaupstaðablærinn fylgdi þeim, þau hjálpuðu til við heyskapinn og tíndu gorkúlur í matinn. Það gerði enginn í sveitinni. Skúli innréttaði ferðabíl með brav- úr. Skúli lánaði vinum mínum hálstau seint um kvöld svo að við kæmumst á ball á Sögu. Skúli sem vildi reykja sínar eigin sígarettur af því að hann hóstaði bet- ur af þeim. Skúli sem útskýrði hvernig hlúa þyrfti að alparósinni svo að hún blómgaðist. Skúli sextugur sitjandi á rúmstokk Jóu frænku að borða nammi. Þetta eru aðeins örfá minningar- brot um góðan frænda sem fylgdist með nýjungum, sá stórfelldar fram- farir á sviði tækni og vísinda og fylgd- ist með Reykjavík breytast úr þorpi í borg. Við Tuomas vottum Jane og fjöl- skyldu samúð okkar. Málfríður Kristjánsdóttir. Hann Skúli frændi minn og vinur er „farinn heim“ eins og hann orðaði það sjálfur þegar heilsu hans fór að hraka og hann skynjað hvert stefndi. Okkar fyrstu kynni voru fyrir um það bil 60 árum er hann kom heim frá Englandi að loknu flugnámi þar. Ég man ekki eftir þessum okkar fyrstu kynnum, enda aðeins tveggja ára gamall. Ég er mjög þakklátur honum fyrir allar samverustundirnar og það sem hann gerði fyrir mig. T.d. eins og þegar hann kynnti mér golfíþróttina snemma árs 1967. Þær eru ógleym- anlegar stundirnar í golfinu á Nes- vellinum með Skúla og vini hans Stan alla sunnudagsmorgna, sem Skúli var ekki að fljúga. Síðar, þá fylgdi hann mér á minn fyrst AA-fund, sem var mér mikið gæfuspor. Við fylgdumst að í samtökunum í mörg ár. Svo ekki sé talað um kaffið og kökurnar og öll elskulegheitin hjá Jean konu Skúla á heimili þeirra í Karfavoginum eftir hvern fund og í gegnum árin. Allt sem Skúli tók sér fyrir hendur gerði hann vel, hann var afbragðs góður flugmaður og mikill hagleiks- maður, hvort sem var á tré eða járn og eru ýmsir smíðagripir til eftir hann. Hann var mikil áhugamaður um bíla og átti ýmsar tegundir bíla um dagana. Hann festi eitt sinn kaup á nýlegum frambyggðum Rússa- jeppa og kom í heimsókn í Kópavog- inn og bauð mér í bíltúr sérstaklega til að sýna mér hversu fjöðrunin væri góð. Hann ók sem leið lá efst upp á Digraneshæðina og fann þar gamlan götuslóða sem lá niður í Kópavogs- dalinn. Hann ók niður slóðann á fleygiferð, bíllinn hentist til og frá og við líka, því að á þeim tíma voru bílar ekki með bílbeltum. Þegar við vorum komnir niður í dalinn var ég fljótur að samþykkja að fjöðrunin væri í fínu lagi, svo hann færi ekki aðra ferð nið- ur slóðann. Frá síðari hluta ársins 1998 til fyrri hluta ársins 2007 hittumst við viku- lega á föstudögum í hádeginu og borðuðum saman hollan og góðan mat á veitingastaðnum „Á næstu grösum“ við Laugaveg. Þessar sam- verustundir voru afskaplega skemmtilegar, yfirleitt tókst okkur að finna lausnir á öllum heimsins vandamálum. Sérstaklega var fróð- legt að hlusta á Skúla segja frá bók- um Emanuel Swedenborg sem hann hafði lesið spjaldanna á milli. Þá vor- um við saman í leshring um bækurn- ar „Samræður við Guð“ og í hug- leiðsluhring einu sinni í viku um eins árs skeið. Fyrir allt þetta ber að þakka. Það þætti mér þess vegna afar merkileg og góð fregn ef sagt yrði um annan mann; hann er eins og hann Skúli Magnússon flugstjóri var. Kæri vinur og frændi, góða ferð heim. Magnús Már Harðarson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Frey Látinn er góður félagi okkar og vinur Skúli Magnússon. Hann and- aðist 31. mars sl. Skúli gekk í Frey 2. nóvember 1971 og gegndi þar ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum. Hann var formaður klúbbsins 1993-1994 og ritari 1990-1991. Hann var einnig í fjáröflunarnefnd, siðameistari, mæt- ingastjóri o.fl. og ötull við undirbún- ing fjáröflunar okkar, jóladagatala- sölunnar. Skúli tók alltaf virkan þátt í ferða- lögum klúbbsins við merkingar á kennileitum, ám og leiðum á hálend- inu og víða um land. Árið 1998 gerð- um við Skúla að „Melvin Jones“-fé- laga sem er æðsta viðurkenning sem klúbburinn getur veitt félögum sín- um fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins. Við félagarnir í Frey þökkum góð- um félaga samfylgdina og vottum eft- irlifandi eiginkonu hans Jean Magn- ússon og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. F.h. Lionsklúbbsins Freys, Jónatan Guðjónsson formaður. Sjálfsagt segir það meir um fé- lagsskapinn en mörg orð að þrír full- orðnir menn skuli setjast niður í miðri dagsins önn og ætla sér í alvör- unni að reyna að komast að því hvort guð sé til eða ekki. Þetta var skipuleg leit sem stóð í nokkur ár. Þetta gerð- um við ég, Skúli og Maggi frændi okkar beggja. Hann Skúli hafði verið flugmaður og var kominn á eftirlaun. Þetta var um það bil allt sem ég vissi um þennan mann sem ég var á leið- inni að hitta um hádegisbil eitt á föstudegi haustið 1999. Ekki grunaði mig á því augnabliki að ég ætti eftir að telja Skúla til nánustu vina minna þrátt fyrir rúmlega tveggja áratuga aldursmun. Við áttum sameiginlegt áhugamál en það var spurningin um eilífðina. Við ákváðum að gera eitthvað í mál- inu og stofnuðum leshring sem átti eftir að leiða okkur víða. Við lásum ekki bara bókaflokkinn ,,Samræður við guð“ orð fyrir orð, heldur lásum það sem kom málinu við og við skild- um í eðlisfræði, örlítið í stærðfræði, fengum fyrirlestra í heimspeki, fór- um á miðilsfundi, hugleiddum með Friðbjörgu og umfram allt töluðum saman. Þar kom að sameiginleg nið- urstaða okkar þriggja var einhvern veginn á þá leið að guð væri ekki bara til, heldur væri eiginlega óhugsandi að hann væri ekki til. Þetta fannst mér mikil tíðindi. Eiginlega þannig tíðindi að það breytti öllu. Þessi nið- urstaða væri svo óvænt að helst þyrfti að láta blöðin vita af þessu. Skúli: ,,Þér finnst þetta svona merki- legt, Geir minn, af því að þú vissir þetta ekki fyrir.“ Það kom í hlut Skúla að halda okkur Magga niðri á jörðinni þegar við ætluðum að verða of hátimbraðir í afstöðu okkar. Nú tók við nýr kafli í þessu sam- starfi okkar en það var að leggja ein- hverja merkingu í þessa óvæntu nið- urstöðu. Hvaða áhrif hafði það á okkar eigið líf – ef einhver? Við ákváðum að það væri meira gaman að reyna að draga af þessu einhverjar ályktanir. Á þessum stað má segja að Skúli hafi tekið frumkvæðið. Hann átti einhvern innri kraft sem gerði honum kleift að horfa af miklu æðru- leysi á líf sitt. Það er eitt að horfast í augu við neikvæðari þætti lífs síns og jafnvel fá móral eða skammast sín. Annað er að kunna að þakka sjálfum sér og öðrum það sem vel fór. Til þess þarf jafnvel enn meiri hreinskilni. Þakklæti hans í garð fjölskyldu sinn- ar var einlægt og fölskvalaust. Hann þakkaði sjálfum sér fyrir að hafa val- ið þessa fjölskyldu, starf sitt og vini því að ,,hann hefði svo auðveldlega getað klúðrað þessu öllu og misst af sjálfum sér í leiðinni“. Það var Skúli sem skýrði út fyrir okkur Magga að ef okkur langaði til þess að kynnast þessum nýuppgötvaða guði okkar yrðum við að leita inn á við, á þann stað í okkar eigin sál sem okkur þætti vænst um. Þar væri að finna þau tæki sem manninum eru gefin til skilnings af þessu tagi. Þess vegna var þessi ofur venjulegi maður Skúli Magnússon einn af merkilegri mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég votta fjöl- skyldunni allri samúð mína. Geir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.