Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Gengisvísitala Doktors Gunna Segja má að Gunnihafi náð jarð- tengingu á sínum tíma með Abbababbplötunni, en Ununarútstáelsið reyndi eðlilega nokkuð á. Platan, sem var öðrum þræði nett kaldhæðið flipp, öðlaðist strax langt framhaldsslíf og varð þaulsætin í eyrum jafnt barna sem fullorðinna. Árið 2007 var settur upp söngleikur, byggður á plötunni, og varð hann með eindæmum farsæll og hlaut Grímuna sem barnasýning ársins. 6 Þessir fyrstu opinberutónleikar Gunna fóru fram 12. apríl og báru þeir yfirskriftina „Heilbrigð æska“. Einnig léku stórpönksveitirnar Fræbbblarnir og Utangarðsmenn, og hin löngu gleymda Colossus. Nokkrum mánuðum síðar er hann kominn í F/8 og svo taka þær við ein af annarri, Geðfró, Beri-Beri og svo loks S.H. Draumur, sem átti aldeilis eftir að setja mark sitt á íslenska neðanjarðartónlist næstu árin. Árið 1988 var æði an-nasamt hjá Doktornum. T.a.m. lék hann með Ham í nokkra mánuði, þegar hann var á milli S.H. draums og Bless. Eins og nærri má geta rúmuðust tveir tónlistarrisar, þ.e. hann og Sigurjón Kjartansson, ekki lengi innan eins og sama bandsins. Gunni lék eitt sinn á tónleikum með sveitinni, þann 6. október 1988 á Tunglinu, og náði Björg Sveinsdóttir með- fylgjandi ljósmynd af þessum einstaka viðburði. Þar var ABBA- ábreiðan „Voulez-Vous“ m.a. frumflutt. Bless var gríðarlega þétt sveit og það verður að teljast með miklumólíkindum að nánast ekkert efni sveitarinnar er til á geisladiskum. Það er þjóðþrifaverk að bæta úr því. Sveitin tók þátt í miklu útrásarverk- efni Smekkleysu ásamt fleiri sveitum, Ham og Risaeðlunni m.a., og túraði m.a. um Bandaríkin. Eftir það hætti upprunaleg útgáfa sveitarinnar eða eins og Gunni segir í sínum napra og kerknislega stíl: „Við komum þunnir heim, erum ekki heims- frægir ennþá og Ari og Birgir nenna þessu ekki lengur. Gums kemur loksins út í janúar og gerir lítið enda bandið dautt.“ 321 Gunni hefur ekki dregið fjöður yfir það að Unun átti að „meika“það. Herjað var á útlönd með tónleikum og útgáfum og sveitin var lengi dregin á asnaeyrum af misvitru bransafólki. Unun endasendist á milli skólaballa á Íslandi, rokkbúlla í Bretlandi, Hróarskelduhátíðar- innar og árið 1997 er bókstaflega allt að gerast. Unun spilar meira að segja á Wembley og kemur fótbrot Gunna ekki að neinni sök og lék hann tónleikana í gifsi – og í hjólastól. 4 Gunna er lagið að finna sér og skapa ný verkefni og virðistalltaf vera með tvö, þrjú járn í eldinum á sama tíma. Blaðaskrif, útvarpsmennska, tónlistarstúss og bara hitt og þetta. Þetta ár var hljómsveitin Dr. Gunni stofnsett og ári síðar kom út platan Stóri hvellur. „Stóri hvellur er algjör draumur - og þessi draumur er í lit,“ sagði Skarphéðinn Guð- mundsson í umsögn sinni um plötuna og fór eiginlega fram á það að Doktorinn einhenti sér í tónlistina og ekkert annað. 5 Gr af ík :M or gu nb la ði ð/ El ín Es th er ‘80 ‘81 ‘82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘08‘07 ‘09 Frægur Þekktur Þekktur í sinni kreðsu Óþekktur 1 1980: Fimmtán ára gamall kemur Kópavogsbúinn Gunnar Lárus Hjálmarsson (hér eftir Dr. Gunni eða bara Gunni) fyrst fram á sviði, með hljómsveitinni Dordinglar. 1982: S.H draumur keppir á fyrsta keppnis- kvöldi Músíktilrauna en hefur ekki erindi sem erfiði. Voru þetta fyrstu hljómleikar sveitarinnar. Á fjögurra banda kvöldi hafnaði sveitin í þriðja sæti en Sokkabandið og Reflex komust áfram, en söngvari í þeirri síðarnefndu var Heimir Már Pétursson. Lögin fjögur voru „Engin ástæða“, „Hunangsmaðurinn“, „Snjór“ og „Zeja“. 1983: Fyrsta útgáfa Erðanúmúsík, hvers heimilis- fang er „hægri rassvasi Gunnars Hjálmarssonar“ lítur dagsins ljós. Um er að ræða ljósritaða ljóðabók, Tíu göt á hausinn eða blóðbolla? Bókin var seld í innan við 100 eintökum á meðal skólafélaga Gunna og í hinni goðsagna- kenndu plötubúð Gramminu. 2 1989: S.H. draumur kvaddi í enda árs ‘88 með stutt- skífunni Bless. Eða þá að Bless heilsaði með stutt- skífunni S.H. draumur? Nokkuð meira á eftir að kveða að Bless en Draumnum, út á við alltént. Gunnar hefur nú skipt úr bassa yfir í gítar en um bassaleik sér Ari Eldon. Biggi Baldurs er á trommum eins og var með Drauminn. Þetta árið kemur hin frábæra Melting út, sem m.a. inniheldur hin frábæru lög „Aleinn í bíó“ og „Ástfangi“. 1986: Gunni er nú skriðinn yfir tvítugt og nú skal tækla bóhemalífið með glans. Hvað er þá annað að gera en að fara til Frakklands? Sest er að í Lyon, og einu stykki skáldsögu (eða nóvellu eins og Gunni vill hafa það), 20 árum of seinn í bíó, er hent upp. Sagan er óútgefin. Ennfremur er meistaraverkið Goð samið að mestu leyti þarna úti. 1988: Þegar hér er komið sögu er Gunni búinn að vera mjög mikilvirkur í útgáfu- og hljóm- sveitastarfsemi. Sveit hans, S.H. draumur toppar í byrjun árs þegar breiðskífa hennar Goð kemur út hérlendis, en platan er títtnefnd sem eitt helsta þrekvirki íslenskrar rokksögu. 1991: Bless reynist tiltölulega stuttlíf og þetta árið kemur eina breið- skífa sveitarinnar, Gums, út. Textar eru allir á ensku, eitthvað sem Gunni segist harma í dag. Hann byrjar að skrifa um tónlist í Þjóðviljann og á eftir að vekja allnokkra athygli sem popppenni næstu árin. 3 1994: Í desember þetta ár kemur fyrsta breiðskífa Ununar, æ, út. Í hljómsveitinni eru m.a. Þór Eldon og Heiða. Neðanjarðarrokkarinn fær náð fyrir eyrum útvarpsstöðva og fáir standast ofurgrip laga eins „Lög unga fólsins“ og „Ást í viðlögum“. 1993: Það var árið 1988 sem Gunni byrjaði að koma fram einn sem Dr. Gunni. Gítar og rödd var í umsjá Gunna en annar Doktor, trommuheilinn Dr. Rhythm, sá um að slá taktinn. Nokkrar sjötommur koma út með Dr. Gunna og nýtur hann mikillar hylli í Finnlandi, og er gefinn út af svalasta merki þessara brúnaþungu frænda okkar, Bad Vugum. 1997: Ætlar Unun að meika það eða ekki? Í ergelsi og bið eftir einhverju sem aldrei gerist setur Gunni saman barnaplötuna Abbabbab ásamt vinum og félögum. Platan slær í gegn, og þá sérstaklega „Prumpulagið“. 1996: Unun reynir fyrir sér á erlendri grundu af miklum þrótti en árangurinn er endasleppur. Sveitin heldur tónleika í Bretlandi og á meginlandi Evrópu, æ er gefinn út á alþjóðamarkaði og svei mér þá, ef það glittir bara ekki smávegis í heimsfrægðina. 4 2001: Voldug bók eftir Gunna, Eru ekki allir í stuði? Rokk á Íslandi á síðustu öld, kemur út fyrir jólin á vegum Forlagsins þar sem rokksaga Íslands er tekin fyrir í máli og myndum. 2002: Spurningaþátturinn Popppunktur fer í loftið á Skjá einum og öðlast óðar miklar vinsældir. Felix Bergsson sér um að spyrja spjörum úr undir grandvöru eftirliti Doktorsins sem semur spurningar og sér um dómgæslu. Þátturinn fer aftur í loftið í sumar á RÚV. 5 2007: Gunni hefur haldið úti öflugu bloggi á heimasíðu sinni, allt síðan 2001, og þetta árið fer hann að skrifa um neytendamál á undirsíðu sem kallast einfaldlega OKUR! Rokkarinn verður fljótlega einn af helstu neytendafrömuðum landsins og er verðlaunaður sem slíkur af viðskiptaráðuneytinu. 6 2009: Ný plata, Dr. Gunni inniheldur..., kemur út. Gefin út sem forláta diskur í 300 eintökum þar sem með fylgir 72 blaðsíðna bæklingur eða þá sem niðurhal. Pakkningar og umsýsla minnir sumpart á forna tíma og að sjálfsögðu er útgefandinn Erðanúmúsík. Ferill fjöllistamannsins Dr. Gunna er orðinn býsna fjölskrúðugur. Hann er að mörgu leyti tákngerv- ingur einyrkjans sem gerir sitt með sínu lagi, hvað sem tautar og raular. Auk þess að hafa verið einn af helstu og áhrifamestu neðanjarðarrokkurum landsins hefur hann sinnt blaðamennsku, ritstörf- um, söngleikjagerð og sjónvarpsmennsku svo fátt eitt sé talið. Á síðustu árum hefur hann og komið fram sem skarpur samfélagsrýnir og er öflugur baráttumaður fyrir réttmætum kjörum til handa al- menningi í gegnum okursíðu sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.