Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 57

Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 M alísk tónlist er þekkt á Vesturlöndum fyrir tónlistarmenn á við Toumani Dia- baté, Salif Keita, Ali Farka Touré, Baba Sissoko, Kanté Manfila, Issa Bamba og Mory Kanté. Minna fer fyrir söngkonum en þó eru þær gríðarlega vinsælar og mun vinsælli en karlarnir heima fyrir. Þar á meðal er Oumou Sang- are, söngkonan frá Wassoulou. Mörgum eru eflaust minnisstæðir tónleikar Oumou Sangare í Nasa fyrir tveimur árum, en hún kom þá fram á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Hún tók sér tíma til að koma hingað frá upptökum á nýrri breiðskífu, Seya, sem kom svo út um daginn. Strembin lífsbarátta Oumou Sangare er fædd og upp alin í Bamako, höfuðborg Malí og verður fertug á árinu. Foreldrar hennar eru frá Wassoulou-héraði sunnan við Nígerfljót en fluttust til Bamako skömmu áður en Oumou kom í heiminn. Faðir Oumou tók sér aðra konu þegar Oumou var tveggja ára og fluttist síðan til Fílabeinsstrand- arinnar með nýju konuna og skildi hina eiginkonuna eftir með fjögur smábörn. Lífsbaráttan var því eðli- lega strembin en móðir Oumou, Am- inata Diakhite, var söngkona og framfleytti fjölskyldunni með því að syngja í samkvæmum. Þegar Oumou var fimm ára gömul var hún farin að syngja með móður sinni og ekki leið á löngu þar til hún varð eft- irsótt sjálf sem söngkona þó barn- ung væri. Þrettán ára fyrirvinna Þrettán ára gömul var hún orðin helsta fyrirvinna fjölskyldunnar og átján ára fór hún að syngja með þekktum tónlistarflokki sem fór um landið. Í framhaldi af þeirri reynslu ákvað hún svo að stofna eigin hljóm- sveit og hefur komið fram undir eigin nafni upp frá því. Fyrsta plata henn- ar, Moussoulou, Konur, sem er iðu- lega talin með helstu plötum vestur- afrískrar tónlistar, kom svo út 1988, en kom út í Evrópu 1991. Oumou Sangare hefur iðulega tek- ið það fram í viðtölum að erfiðleik- arnir í æsku hafi haft mikil áhrif á sig sem listamann sem vonlegt er. Þann- ig hafi það að þurfa svo snemma að standa á eigin fótum hert hana og hvatt áfram, gefið henni sjálfstraust til að takast á við hvað sem er. Að sama skapi hefur hlutskipti móður hennar verið henni hugleikið og sá siður karla í Malí að taka sér fleiri en eina eiginkonu er henni þyrnir í auga. Eins og getið er er Oumou Sangare ættuð frá Wassoulou- héraði, en þar er rík tónlistarhefð kvenna sem syngja gjarnan um hversdagslega hluti og þá á gagnrýn- inn hátt. Venju fremur fjölbreytt Á Ko Sira, Hjónaband í dag, sem kom út 1993, sat hún við sama keip, og eins á Worotan, Tíu kólahnetur, en það mun hefðbundinn kvon- armundur í Wassoulou, kom svo út 1996, en frá þeim tíma hefur lítið heyrst af nýrri tónlist með Oumou Sangare utan Malí. Víst kom út um allan heim tvöföld safnskífa fyrir fimm árum, Oumou, en á henni voru endurunnin lög af plötunni Laban, sem kom út í Malí 2001, og safn helstu laga af öðrum plötum hennar. Það var þó fínn pakki í sjálfu sér og vísbending um að Oumou Sangare væri að snúa aftur í sviðsljósið, enda tók hún upp tónleikahald aftur í kjöl- far útgáfunnar og tók síðan til við að taka upp nýja plötu. Seya er venju fremur fjölbreytt enda koma fimmtíu tónlistarmenn við sögu á plötunni. Sum lögin eru áþekk því sem áður hefur heyrst frá Sangare, en önnur lög rólyndislegri, nánast án undirleiks, og hljóma líka saxófónar og rafgítarar. Baráttukonan Oumou Hetja Oumou Sangare er óþreytandi í baráttu gegn órétti og kúgun. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Mið 6/5 kl. 20:00 fors. U Fim 7/5 kl. 20:00 fors. U Fös 8/5 kl. 20:00 frums U Lau 9/5 kl. 20:00 2kort U Sun 10/5 kl. 20:00 3kort U Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 16:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 Ö Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukas Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaÖ Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukas Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 Ö Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukas Lau 13/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 16:00 U Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Fló á skinni (Stóra sviðið) Þú ert hér (Nýja sviðið) Einleikjaröð - Rachel Corrie (Litla sviðið) Frumsýning 8. maí! Sun 19/4 kl. 20:00 Ö Sun 26/4 kl. 20:00 síð.sýnÖ Fös 24/4 kl. 19:00 aukasÖ Lau 25/4 kl. 19:00 síð.sýnÖ Sun 19/4 kl. 20:00 Ö Síðustu sýningar. Síðustu sýningar. Síðustu sýningar. Síðustu sýningar Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið) Mið 22/4 kl. 19:00 U Mið 22/4 kl. 22:00 Ö Fös 24/4 kl. 19:00 U Fös 24/4 kl. 22:00 U Lau 25/4 kl. 19:00 Ö Lau 25/4 kl. 22:00 ný aukaÖ Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 22:00 ný aukas Lau 9/5 kl. 19:00 ný auka Lau 23/5 kl. 19:00 ný auka Lau 23/5 kl. 22:00 ný auka Mið 22/4 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:0 Þú ert hér – SÍÐUSTU SÝNINGAR Ökutímar (Nýja sviðið) Lau 2/5 kl. 20:00 frums U Sun 3/5 kl. 20:00 2kort U Mið 6/5 kl. 20:00 3kort U Fim 7/5 kl. 20:00 aukas Ö Fös 8/5 kl. 19:00 4kort U Lau 9/5 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 22:00 U Sun 10/5 kl. 20:00 U Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U Fös 15/5 kl. 19:00 Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U Fim 21/5 kl. 20:00 Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Miðasala er hafin - aðeins sýnt í maí. Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti (Samkomuhúsið) Creature Fim 23/4 kl. 20:00 Ný aukas.Ö Fös 24/4 kl. 19:00 Ö Lau 25/4 kl. 20:00 U Fös 1/5 kl. 20:00 1.sýn Ö Lau 2/5 kl. 20:00 2.sýn Sýningum lýkur á Akureyri 25. apríl Margverðlaunað verk - aðeins 2 sýningar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Creature - gestasýning (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Sýningar haustsins komnar í sölu Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti Ath. snarpt sýningatímabil Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Miðaverð aðeins 2.000 kr. Sýningum að ljúka. Fim 23/4 kl. 20:00 Ö Lau 2/5 kl. 20:00 Ö Þri 21/4 kl. 20:00 U Lau 18/4 kl. 21:00 Fös 24/4 kl. 21:00 Ö Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Lau 18/4 kl. 13:00 Ö Lau 18/4 kl. 14:30 U Lau 25/4 kl. 13:00 Ö Fös 24/4 kl. 21:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Ö Lau 9/5 kl. 20:00 Ö Fös 24/4 kl. 20:00 síðasta sýn. Lau 25/4 kl. 21:00 Sun 3/5 kl. 21:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 14:30 Ö Lau 2/5 kl. 13:00 Ö Lau 2/5 kl. 14:30 Lau 25/4 kl. 21:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Lau 9/5 kl. 13:00 Ö Lau 9/5 kl. 14:30 Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 Ö Fös 5/6 kl. 18:00 Ö Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Fréttir í tölvupósti STUNDUM finnst manni sem það séu bara karlar að búa til músík í Afríku, enda er það sú músík sem helst berst til Evrópu. Í löndum Afríku er það þó oftar svo að söng- konur njóta meiri vinsælda en karlarnir; þannig er því til að mynda farið í Malí eins og getið er hér að ofan. Rokia Traoré er malísk líkt og Oumou Sangare, en talsvert yngri. Frá Benín er Angélique Kidjo sem starfað hefur í París og er þekkt fyrir kraftmikið danspopp. Aster Aweke er frá Eþíópíu og- hefur búið í Bandaríkjunum síð- ustu áratugi, en heldur enn gríð- arlegum vinsældum heima fyrir. Cesaria Evora, sem er frá Græn- höfðaeyjum, er Íslendingum að góðu kunn. Önnur söng- kona sem Íslendingar þekkja vel er Miriam Makeba, Mamma Af- ríka, sem lést sl. haust. Souad Massi er ung alsírsk söng- kona sem býr í Frakklandi, frábær söngkona og góður gítarleikari og liðtækur lagasmiður. Stella Rambisai Chiweshe er einn þekktasti tónlistarmaður Zimbabwe. Kongóska söngkonan M’bilia Bel hefur verið kölluð drottning Kongórúmbunnar. Warda Al-Jazairia, allajafna bara kölluð Warda, enda þýðir nafnið Warda alsírska, hefur ver- ið í fremstu röð tónlistarmanna í Norður-Afríku frá sjötta áratugn- um, en hún hóf ferilinn í Beirút. Brenda Fassie, sem nefnd var í höfuðið á Brendu Lee, naut gríð- arlegra vinsælda í Suður-Afríku. Hún var umdeild fyrir villt líferni og lést fyrir aldur fram fyrir fimm árum vegna óhóflegrar kókaínneyslu liðlega fertug. Sterkar afrískar konur Miriam Makeba Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Mán 20/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 16:00 Lau 9/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 16:00 Lau 23/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið - sýningum lýkur í vor) Sun 19/4 kl. 16:00 Ö Mið 22/4 kl. 20:00 U Lau 25/4 kl. 20:00 U Fim 30/4 kl. 20:00 U Lau 2/5 kl. 20:00 U Fim 7/5 kl. 20:00 U Fös 8/5 kl. 20:00 U Fim 14/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fös 22/5 kl. 20:00 Ö næst síðasta sýn. Fös 29/5 kl. 20:00 Ö síðasta sýn. ! Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 24/4 kl. 20:00 Ö Sun 26/4 kl. 16:00 Ö Fös 1/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 16:00 Ö Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Sun 24/5 kl. 16:00 U Sun 31/5 kl. 16:00 Ö Fös 5/6 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 16:00 Sun 7/6 kl. 16:00 Sun 14/6 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Prímadonnurnar - Galatónleikar Sun 19/4 kl. 20:00 Aukatónleikar - Fjórar stjörnur í Morgunblaðinu! Draugagangur í Óperunni - Söngskemmtun Kórs Íslensku óperunnar Fim 30/4 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Húmanimal (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 1/5 kl. 21:00 Sun 3/5 kl. 21:00 Ódó á gjaldbuxum (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 19/4 kl. 20:00 U Fim 23/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Transaquania - Out of the Blue (Bláa Lónið) Mið 22/4 kl. 21:30 ath sundföt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.