Saga


Saga - 1951, Side 7

Saga - 1951, Side 7
181 valdi og Jóru tíu vetra samvistarleyfið. Leyfið hefði átt að vera veitt nálægt 1186, því að tíu veturnir eiga að hafa verið liðnir 1196, en þá deyr Jóra.1) eftir frásögn „Haukdæla- þáttar“. En Guttormur varð ekki erkibiskup fyrr en 1216. Eysteinn Erlendsson (d. 1188) var erkibiskup, þegar leyfið átti að hafa verið veitt. Þannig skeikar arfsögninni um menn og tíma. Við sögu þeirra Þorvalds og konu hans, Jóru Klængsdóttur, og Þóru Guðmundardóttur, er tengd dálítil þjóðsaga, sem einnig er skráð í „Haukdælaþætti“ Sturlungusafnsins. Laust fyrir 1200 bjó Guðmundur gríss Ámundason, er átti Solveigu Jónsdóttur Loftssonar í Odda, á Þingvelli. Þau áttu tvær gjafvaxta dætur, er hvor tveggja hét Þóra. Þær eru báðar sagð- ar inar gerfilegustu konur og inir beztu kven- kostir af ógiftum konum. Segir, að þær hafi jafnan farið upp í Almannagjá með léreft sín til ár þeirrar, er þar fellur. Það hefur þótt eitthvað viðhafnarmeira að láta samtal þeirra systra fara fram uppi í Almannagjá, þó að ekki sé líklegt, að þær hafi flutt þvott sinn upp þangað, því að nærtækt er þvottavatn við Þingvallatún, eins og kunnugt er. Að þessu leyti hefur sögnin á sér heldur ósennileika blæ. Kynlegt má það telja, að áin, sem um er talað, skuli ekki vera nefnd sínu alkunna nafni, Öxará, og er nærri svo að sjá sem skrásetjari sögunnar þekki ekki nafnið á ánni, en þeir Narfasynir, sem allir urðu lögmenn, hljóta þó að hafa þekkt heiti árinnar. 1) Bps. Bkmf. I. 449.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.