Saga


Saga - 1951, Side 9

Saga - 1951, Side 9
183 til Þingvalla. Það er og orðrétt her,mt samtal þeirra um það, hvor þeirra skuli liggja við stokk í sænginni, því að saman eru þeir látnir sofa. Jóra deyr „þau sömu missiri", eins og óskað var. og Þorvaldur biður Þóru og fær hennar. Öll þessi saga ber það með sér, að hún er að öllu eða mestu leyti markleysa. Vel má vera, að skrásetjari þáttarins hafi heyrt ein- hvern orðróm um meinbugi á hjónabandi Þor- valds og Jóru og að utan um þann orðróm hafi svo verið smíðuð sagan um erkibiskups- leyfið. En þessi orðrómur gæti átt rætur sínar að rekja til gamallar og réttrar sagnar um meinbugi milli foreldra Jóru, sem áður var vikið að, því að Jóra hefur verið getin í þrí- menningsmeinum. Nú vissu menn hins vegar, að þau Jóra og Þorvaldur voru í hjónabandi og áttu að minnsta kosti fimm sonu. Og þess vegna þurfti að færa rök til þess, að sambúð þeirra hafi ekki verið þvert ofan í lög þeirra tíma. Afleiðing meinbuganna var að vísu sú, að „kennimenn" meinuðu þeim hjónum sam- vistir, en leyfi erkibiskups nam um hríð bann „kennimanna“ úr gildi. Grípur orðrómurinn til þessa úrræðis, að láta erkibiskup leyfa þeim hjónum 10 ára samvistir, en ekki degi lengur, svo að sambúðin verði lögleg þann tíma. For- sjónin er síðan látin haga því svo, að Jóra deyr rétt um það leyti sem 10 vetra frestur- inn er á enda, svo að engin fyrirstaða verði á því, að ósk Þóru Guðmundardóttur megi i’ætast. Önnur sögn í Sturlungusafninu, sem nú

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.