Saga


Saga - 1951, Side 11

Saga - 1951, Side 11
185 Klængur andaðist 1210, djákn að vígslu. Um Guðmund er ekki kunnugt. Sighvatur hefur auðvitað þekkt þá sonu Þorvalds, sem þá voru lífs, og hefur ekki þurft að kynna þá fyrir honum. í sögninni er auðsjáanlega líka gert ráð fyrir því, að þau Þorvaldur og Jóra hafi bæði átt sonu og dætur (sbr. orðið ,,börn“), en heimildarrit geta einungis sona. Sögnin hlýtur og að vera á því reist, að hjúskapur þeirra Þorvalds og Jóru hafi orðið miklu síðar en raun var á. Þó að sögn þessi varði ekki beinlínis mein- bugi með þeim hjónum, Þorvaldi og Jóru, þá sýnir hún það ljóslega, að skrásetjari hennar hefur annað hvort búið hana til frá rótum, sem þó kann að virðast ótrúlegt, eða hann hefur skráð marklitla arfsögn. Ið eina í henni, sem til sanns vegar mætti færa, er kynning Þorvalds á síðari konu börnum sínum fyrir Sighvati, og er þó líklegt, að Sighvatur hafi áður séð Halldóru sem þá var gift Katli presti og lögsögumanni Þorlákssyni, og Gizur, sem þá var 14 vetra og Sighvatur hefur vafalítið séð á alþingi, þegar hér var komið sögu. 12 vetra sótti Gizur Loft biskupsson um víg Bjarnar Þorvaldssonar, hálfbróður síns.1) Hefur Gizur áreiðanlega ekki verið þá á alþingi fyrsta sinni. Höfðingjasynir, eins og Gizur, hafa verið látnir læra lög þegar er þeir höfðu þroska til og verið hafðir til þinga, svo að þeir mætti sjá og heyra það, sem þar fór fram. Þetta. sem nú hefur verið sagt, sýnir það, 1) Sturl. I. 283.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.