Saga - 1951, Blaðsíða 13
187
þeirra og lýsti laungetin þau börn þeirra, er
getin voru eftir að mein voru vituð milli
lbeirra.1) Þegar meinbugir Þorvalds og Jóru
hefðu átt að koma upp, þá var Þorlákur helgi
biskup í Skálholti, og hefði hann þá svo með
farið sem segir í sögu hans um meinbugi þeirra
Þórðar Böðvarssonar og Snælaugar Högna-
dóttur.
Þorlákur biskup var mjög siðavandur maður
og sýnist alls ekki hafa gert sér mannamun.
Skipti hans við Jón Loftsson, voldugasta höfð-
ingja landsins, sýna það. Ef Þorvaldur og Jóra
hefðu verið svo venzluð, að þau mættu alls ekki
eigast (fimmmenningar að frændsemi eða mæðg-
um eða nánari), þá hefði Þorlákur biskup orðið
að taka í taumana með sama hætti sem hann
gerði við Þórð Böðvarsson og Snælaugu Högna-
dóttur. Nú mátti búast við því, að þeim Þor-
valdi og Jóru hefði verið mjög óljúft að skilja
hjúskap sinn og láta lýsa öll eða sum afkvæmi
sín óskilgetin, því að mikið unnust þau, segir
sagan. Hefði því mátt ætla, að til einhverra
átaka hefði komið milli biskups og Þorvalds.
En jafnvel þótt svo hefði ekki verið, þá er
ólíklegt, að höfundur sögunnar hefði ekki látið
þess getið svo sem til dæmis um röggsemi
biskups og skyldurækni, ef hann hefði orðið
að segja sundur hjúskap með jafnágætum og
miklum höfðingja sem Þorvaldur hefur þá
verið orðinn og Jóru biskupsdóttur, enda var
Gizur lögsögumaður Hallsson jafnan ástvinur
biskups. Og á banabeði taldi biskup fyrir Þor-
valdi og fleirum fjárhagi staðarins. Gizur
1) Bps. Bkmf. I. 284—285.