Saga


Saga - 1951, Page 19

Saga - 1951, Page 19
193 Sturluson prests á Tjörn á Vatnsnesi Bjarna- sonar lögréttumanns í Hegranesþingi Sturlu- sonar, og ómaginn hefur því verið dótturdóttir Bjarna, en það hefur Þuríður Hauksdóttir einnig verið samkvæmt framansögðu. Nú er ljóst, að framangreindir bræður Steingríms- synir, hafa ekki verið fjarskyldari ómaganum en þau Þuríður og Einar. Þeir eru á mjög svipuðum aldri sem Einar, og er því senni- legast, að þeir hafi einnig verið systkinabörn við ómagann. Ef hér er rétt ályktað, getur frændsemi þeirra hafa verið á einhvern af þessum 3 vegum: 1) Steingrímur faðir þeirra hafi verið sonur Bjarna Sturlusonar, 2) Steingrímur hafi verið bróðir Vigfúsar föður ómagans, 3) Guðlaug, móðir þeirra bræðra, hafi verið systir Vigfúsar föður ómagans. Um hálfsystkin hefur ekki verið að ræða, með því að þau stóðu fjær erfð en alsystkin og því einnig fjær framfærsluskyldu. Að svo stöddu máli get ég ekki sagt, hver þessara möguleika er líklegastur til að vera hin rétta ættfærsla, en um hinn fyrsta skal þess getið, að fá ein rnunu hafa verið kunn af börnum Bjarna Sturlusonar til þessa og Stein- grímur kann vel að vera sonur hans og konu hans Ingibjargar Pálsdóttur sýslumanns Gríms- sonar. í þá ætt bendir nafnið á Grími Stein- grímssyni og Steingrímsnafnið er til í ætt Margrétar Erlendsdóttur, móður Ingibjargar. ^á er nú kunnugt, að lögréttumennskan hélzt í ættum og grunur minn hefur ætíð verið sá, að skammt hafi verið frá Steingrimi til kunnra Saga. 13

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.