Saga - 1951, Síða 25
199
en Vallnaannáll telur hann hafa dáið eftir
miðjan vetur 1719 102 ára. Manntalið ætti
að vera öruggasta heimildin um aldur hans.
Kona hans var Guðrún Þorbergsdóttir b.
á Belgsá í Fnjóskadal Jónssonar pr. í Lauf-
ási Sigurðssonar, bróðurdóttir sira Sigurð-
ar í Goðdölum. Dóttir þeirra var:
a. Guðrún, 50 ára 1703 á Miðgrund. Hún
mun hafa verið ógift og barnlaus.
C. Grímur mun vera sá, sem 1665 býr á Flugu-
mýri, en 1678 er hreppstjóri í Akrahreppi
og býr þá á Róðugrund.
D. Oddi er á lífi 1676 svo sem fyrr segir. Ekki
hef ég séð hans getið annars staðar en í
fyrrnefndum dómi, en þó kann það að vera
hann, sem í eftirriti mínu af skrá yfir
bændur 1664, samkvæmt reikningum Hóla-
stóls, er nefndur Oddi Steinsson og býr þá
á Bjarnastöðum, að því er virðist. Má vel
vera, að Steinsson sé misskrifað í stað
Steingrímsson. I Svínavallakoti í Unadal
býr 1703 Jón Oddason, og er þá hjá honum
móðir hans. Sesselja Jónsdóttir, 79 ára.
Sennilegt er, að þetta séu ekkja Odda þessa
og sonur þeirra. Börn Odda tel ég munu
vera:
a. Jón fyrrnefndur í Svínavallakoti, 35
ára 1703, sem þar býr enn 1709.
b. Margrét, 38 ára 1703, gift Arngrími á
Svínavöllum í Unadal Magnússyni.
c. Jón, 33 ára 1703 bóndi á Bolagrund, kv.
Ingibjörgu Aradóttur Magnússonar. —
Hann mun vera sá, sem 1713 býr á Þverá
í Blönduhlíð.