Saga - 1951, Síða 26
200
E. Guðrún, dó 1690, 67 ára, var þriðja1) og
síðasta kona sira Jóns á Hjaltabakka Þor-
geirssonar bónda í Ketu á Skaga Steins-
sonar. Sira Jón dó 1674 og þá fluttist
Guðrún að Hjaltastöðum í Blönduhlíð, bjó
þar 2 ár, en síðan 12 ár á Hofsstöðum í
Viðvíkursveit. Börn þeirra voru 13 og eru
þessi kunn:
a. Páll, fæddur um 1658, prestur og pró-
fastur á Höskuldsstöðum í Laxárdal,
fyrr kvæntur Oddnýju Benediktsdóttur
lrm. í Bólstaðarhlíð Björnssonar. Þau
voru barnlaus. Síðar átti sira Páll Guð-
rúnu Magnúsdóttur á Ljótsstöðum Jóns-
sonar, frænku sína, sem fyrr getur. Börn
þeirra voru:
aa) Jón átti Hólmfríði Einarsdóttur
pr. á Hofi á Skagaströnd Sigurðs-
sonar.
bb) Guðrún, kona sira Eyjólfs á
Brúarlandi Sigurðssonar.
b. Jón, fæddur um 1659, d. 1718, prestur
í Görðum á Akranesi, fyrr kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur lrm. á Hömrum í
Grímsnesi Jónssonar. Einbirni þeirra
var:
1) Fyrsta kona hans var Margrét, laundóttir Jóns
lögmanns Sigurðssonar, og áttu þau nokkur börn. Onn-
ur var Vigdís Sumarli'Sadóttir pr. í Blöndudalshólunr
Einarssonar, og voru þau sennilega barnlaus. Þriðjít
konan var GuSrún, en missögn mun það vera, að hann
hafi einnig átt Sólveigu fyrir konu, eins og Espólín
segir.