Saga


Saga - 1951, Page 34

Saga - 1951, Page 34
208 eyjarþingi Símonarsonar Irm. í Leyningi í Eyjafirði Þorsteinssonar. Systir þess Kárs var Herdís kona eða fylgikona sira Gottskálks í Glaumbæ. Móðir hans var Guðrún Einars- dóttir systir Orms föður Jóns föður Jóns á Ingveldarstöðum föður Björns lrm. á Skarðsá. Börn Steingríms Guðmundssonar og Sólveig- ar Kársdóttur voru: a. Þorsteinn, 47 ára 1703 og býr þá á Flugu- mýri í Skagafirði. Hann var lögréttu- maður úr Hegranesþingi 1698 til 1730. Kona hans var Guðrún Aradóttir pr. á Mælifelli Guðmundssonar. Börn þeirra voru: aa) Steingrímur, 10 ára 1703, kv. Guð- rúnu Tómasdóttur á Reykjarhóli í Seiluhreppi Konráðssonar. bb) Guðrún kona sira Sæmundar á Miklabæ Magnússonar í Bræðra- tungu Sigurðssonar. b. Guðmundur, 42 ára 1703, bóndi á Auð- ólfsstöðum í Langadal, kv. Guðrúnu Grett- isdóttur, sem mun vera sá, sem 1664 býr í Kleif á Skaga, Egilssonar Steinssonar eftir því sem ættatölur segja (Espólín 6855), en sennilega réttara Ólafssonar, eins og Steingrímur biskup telur, enda kemur Grettir Ólafsson við skjöl í Skaga- firði á síðari hluta 17. aldar, en ekki Grettir Egilsson, svo að ég viti. Kona Grettis er talin Ingibjörg Steinsdóttir, föðursystir sira Jóns á Hjaltabakka Þor- geirssonar, en það mun varla vera rétt ættfærsla, þótt Ingibjörg kunni að vera

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.