Saga


Saga - 1951, Side 49

Saga - 1951, Side 49
Sögufélagið 50 ára.1) Áhugi á rannsóknum í sögu vorri fór drjúg- um vaxandi á síðast liðinni öld. Þjóðin var að vakna til sjálfsvitundar, og forvígismennirnir þurftu oft á sögulegum rökum að halda í sjálf- stæðisbaráttunni. Þegar 20. öldin gekk í garð, var bó mikill þorri heimildarritanna enn óprent- aður, einkum frá miðöldum, og stóð það sögu- rannsóknunum mjög fyrir þrifum. Að vísu hafði ftiikið og merkilegt brautryðjandastarf verið unnið í þeirri grein á vegum Hins íslenzka bók- u^enntafélags, en sýnilegt var, að það félag gat ekki annað öllu því, er gera þurfti, enda hafði bað í fleiri horn að líta, og var því brýn þörf -á Samtökum, er hefðu fyrst og fremst eflingu sagnvísinda á stefnuskrá sinni. Þannig stóðu ^aálin, í skömmu máli sagt, þegar Sögufélagið var stofnað snemma árs 1902. Aðalhvatamenn þess voru þeir Hannes Þorsteinsson ritstjóri ^jóðólfs, síðar þjóðskjalavörður, dr. Jón Þor- kelsson landsskjalavörður, síðar þjóðskjala- vörður, og Jósafat Jónasson (Steinn Dofri) ætt- frseðingur. Þeir sendu frá sér áskorunarskjal um stofnun slíks félags, dagsett 11. jan. 1902 (sjá Blöndu VII, 237-238), og mega undirtektir 1) Grein um „Sögufélagið fertugt" eftir Hallgrím Ballgrímsson birtist í Blöndu VII, 237-250.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.