Saga - 1951, Qupperneq 52
226
undir prentun. — 5) Ævisögu Þórðar Svein-
bjamarsonar háyfirdómara eftir sjálfan hann
(Rv. 1916). Klemens Jónsson landritari bjó
undir prentun. — 6) Stiftamtmenn og amtmenn
á íslandi eftir Magnús Ketilsson, með viðauk-
um (Rv. 1948). Þorkell Jóhannesson prófessor
bjó undir prentun.
1 öðru lagi hefur Sögufélagið gefið út ýmis
mannfræðirit, er teljast mega til handbóka. Þau
eru þessi: 1) Guðfræðingatal eftir aHnnes Þor-
steinsson (Rv. 1907-1910), 2) Prestaskóla-
menn eftir Jóhann Kristjánsson (Rv. 1910),
3) Lögfræðingatal eftir Klemens Jónsson (Rv.
1910), 4) Læknatal (1760—1913) eftir Jóhann
Kristjánsson (Rv. 1914), 5) Læknar á íslandi
eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson (Rv.
1944) og 6) Lögfræðingatal 1736-1950 eftir
Agnar Kl. Jónsson (Rv. 1950).
b) Heimildir og rit um stjórnar- og réttarfar
í landinu. Alþingisbækur íslands 1570-1800 eru
stærsta og merkasta heimildarritið, sem Sögu-
félagið hfur ráðizt í að gefa út. Þær mega heita
undirstöðuheimild um sögu vora á því tímabili,
og hafði mönnum verið alllengi ljóst, hver nauð-
syn væri á prentun þeirra, með því að jafnvel
þær, sem prentaðar höfðu verið á sinni tíð, voru
orðnar harla fágætar. Málið komst þó ekki á
rekspöl, fyrr en Sögufélagið tók það að sér 1910.
Er ekki að orðlengja það, að alþingi 1911 sam-
þykkti að veita 1000 kr. hvort ár næsta fjár-
hagstímabils til útgáfu alþingisbókanna eftir
tillögu dr. Jóns Þorkelssonar, er átti þá sæti á
alþingi. Síðan fól stjórnarráðið hinn 16. des.
sama ár Sögufélaginu að annast útgáfuna og
veitti því styrk þann, er til hennar var ætlaður,