Saga


Saga - 1951, Page 54

Saga - 1951, Page 54
228 hefti, og bjó dr. Jón Þorkelsson tvö þeirra und- ir prentun (Rv. 1915-1916), en ólafur Lárus- son prófessor hið þriðja (Rv. 1933). Þau munu ekki hafa verið vinsæl hjá félagsmönnum, en eru þó mjög merkar heimildir um atvinnuhætti, viðskipti og menningu vora á miðöldum. Er því nauðsynlegt að ljúka útgáfu þeirra sem fyrst, með því að þau verða jafnan óhandhæg til notk- unar, unz samin hefur verið við þau nákvæm efnisskrá. Enn hefur Sögufélagið gefið út þrjú rit, er fjalla um þessi efni. Þau eru: Morðbréfabækl- ingar Guðbrands biskups, er dr. Jón Þorkels- son bjó undir prentun (Rv. 1902-1906), Galdur og galdramál á íslandi eftir ólaf Davíðsson, Einar Arnórsson bjó undir prentun (Rv. 1940- 1943), og Landsyfirdómurinn 1800-1919 eftir dr. jur. Björn Þórðarson (Rv. 1947). c) Þrjú útgáfurit Sögufélagsins verða ekki talin beinlínis til hinna tveggja fyrr nefndu flokka: Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns 1700-1709 (Rv. 1904), Tyrkjaránið á íslandi 1627 (Rv. 1906-1909), hvort tveggja heimildar- rit, er dr. Jón Þorkelsson bjó undir prentun að mestu leyti, og Grund í Eyjafirði eftir Klemens Jónsson (Rv. 1923-1927). d) Þjóðsögur Jóns Ámasonar eru vinsælasta ritið, sem Sögufélagið hefur gefið út. Frumút- gáfan frá 1862-1863 var orðin torgæt þegar fyrir aldamót, og var samþykkt á fundi stjórn- ar félagsins 5. apríl 1914 að gefa þær út af nýju, „ef ekkert er á móti því að lögum og ef eigi upp- lýsist, að neinn annar hafi þegar ráðið að gefa út téð rit“. Varnaglarnir, er slgnir voru, reynd- ust óþarfir, þegar til kastanna kom, en þó varð

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.