Saga


Saga - 1951, Side 58

Saga - 1951, Side 58
232 200 kr., hvort tveggja að viðbættri verðlags- vísitölu í janúar ár hvert. Nokkrar tekjur hefur Sögufélagið einnig haft af lausasölu bóka sinna, en frá upphafi mátti þó vera ljóst, að slíkt útgáfufyrirtæki myndi ekki geta borið sig fjárhagslega. Ýmsar útgáfu- bækur þess hlutu að verða lítt við alþýðuhæfi, þótt almenningur hér á landi muni hafa meiri áhuga á sögulegum fræðum en almenningur víð- ast hvar í öðrum löndum. Fyrir því sótti stjórn félagsins um 1200 króna styrk til alþingis 1903. Sú málaleitun bar þó ekki árangur að sinni, en alþingi 1905 veitti félaginu 600 króna styrk, og var hann hækkaður upp í 750 kr. 1909. Síðar var veittur 1000 króna aukastyrkur til útgáfu Alþingisbókanna og 500 kr. aukastyrkur til út- gáfu dómasafnsins, enda í bæði skiptin um opinber gögn að ræða, sem ríkisvaldinu bar ein- dregin skylda til að kosta prentun á. Alls hefur Sögufélagið hlotið styrk úr ríkissjóði (áður landssjóði), svo sem hér segir: 1906-1909 kr. 600 á ári 1910-1911 — 750 1912-1915 — 1750 1916-1919 — 2250 1920-1922 — 4500 1923-1924 — 2800 1925 — 1000 1926-1927 — 3000 1928-1932 — 2700 1933-1940 — 2400 1941 — 3832 1942 — 4934 1943 — 10250

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.