Saga


Saga - 1951, Page 62

Saga - 1951, Page 62
236 ný rit hefur engin ákvörðun verið tekin enn, nema hvað samþykkt var á stjórnarfundi 28. okt. 1950 að taka tilboði alþingissögunefndar um útgáfu á Lögréttumannatali Einars Bjarna- sonar. Er það mikið rit og fróðlegt, og verður útgáfa þess væntanlega hafin, er Blöndu lýkur. Æskilegt væri, að félagið gæti í framtíðinni sinnt meir ýmsum greinum almennrar sögu vorrar en það hefur hingað til gert, svo sem menningarsögu, verzlunarsögu, atvinnu- og hag- sögu. Nú hefur verið skapaður nýr vettvangur fyrir greinar um hvaða efni sem er úr sögu vorri, þar sem Saga er, hið nýja tímarit Sögu- félagsins. Er þess að vænta, að menn bregðist vel við og sendi henni nægar ritgerðir, vandað- ar að efni og frágangi, svo að hún geti þrifist og orðið að sem mestu gagni. Jafnframt er þess að vænta, að unnendur sögu vorrar styðji félag- ið um öflun nýrra félagsmanna og annað það, er verða má því til framdráttar. Jón Jóhannesson.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.