Saga - 1951, Qupperneq 66
240
skoðað menn og málefni gegnum stranglútersk
gleraugu, og frásögn þeirra og mat hlaut að lit-
ast af þeirri orsök. Þeir skoða lúterska kenn-
ingu ina einu sönnu og sáluhjálplegu kenningu,
og sýna viðleitni til þess að þvo frömuði siða-
skiptanna hreina af verkum þeirra. Guðbrand-
ur, sem er rétttrúaður katólskur maður, hlýtur
aftur á móti að líta á menn og atburði gegnum
katólsk gleraugu, en hann sýnir þó jafnframt
fulla viðleitni til hlutlausrar lýsingar á mönn-
um og atburðum. Að vonum fær Gizur Einars-
son ófagra einkunn fyrir hegðun sína hjá Guð-
brandi, og stingur því mat hans á Gizuri all-
mjög í stúf við umsagnir flestra inna lútersku
sögumanna, sem, eins og sagt var, flestir reyna
að berja í brestina fyrir hann.
Guðbrandur hefur rit sitt á fróðlegu yfirliti
yfir aldarfar og trúar- og siðastefnur fyrirfar-
andi alda og siðaskiptaaldarinnar sjálfrar, svo
sem þær voru sunnar í álfunni. Siðalög við-
reisnaraldarinnar einkenndist af einræðishneigð
ríkismanna, bæði lærðra og leikra, og gersam-
legu virðingarleysi fyrir skoðunum og hags-
munum annarra manna. Þeir skeyttu lítt um
það, hverjum ráðum þeir beittu til þess að koma
vilja sínum fram, og ofríkisverk, vígaferli og
heimreiðir á óvini þeirra, falsanir og svik ýmis
konar voru því ekki ótíðir viðburðir. Viðreisnar-
stefnan hlaut að sjálfsögðu að setja mark sitt á
hugsanir og gerðir íslenzkra höfðingja, enda
þótt andleg menning visreisnartímans hefði enn
ekki verulega fest rætur meðal þeirra. í ljósi
þessarar stefnu metur Guðbrandur svo hátt-
semi manna siðaskiptatímans á Islandi, þar á
meðal söguhetju sinnar, Jóns biskups Arasonar