Saga - 1951, Side 68
242
ar nýju ljósi á margt, sem áður mun hafa verið
í þoku fyrir flestum, og skýrir ýmislegt, sem áð-
ur var óskýrt eða að öllum líkindum rangskýrt,
oft sjálfsagt af því, að menn hefur skort þekk-
ingu á réttarreglum og venjum katólsku kirkj-
unnar. Og mörg eru sögulegu atriðin annars,
sem Guðbrandur tekur til nýrrar og sjálfstæðr-
ar meðferðar, enda kemur honum þar eigi sjald-
an að notum mikil og grundvölluð þekking í
f ornskj alaf ræði.
Ritið er nokkurs konar minningarrit. 7. nóv-
ember 1950 voru liðin 400 ár frá aftöku Jóns
biskups Arasonar og sona hans. Og má segja,
að ritið sé gert og gefið út í minningu þessa
sögulega og sorglega atburðar. Jón biskup er
aðalsöguhetjan að sjálfsögðu. Og hann á auð-
vitað alla samúð höfundar. Jafnvel þótt svo sé
langt liðið síðan þessir atburðir gerðust, þá má
engan furða, þó að höfundur geri hlut biskups-
ins svo góðan um margt sem með nokkuru móti
er unnt. Og þó verður ekki um það villzt, að höf-
undur vill vera hlutlaus. Eins og kunnugt er,
hefur því mjög verið á loft haldið, að Jón bisk-
up hafi barizt bæði fyrir katólsku kirkjuna og
fyrir frelsi landsins gagnvart konungsvaldinu.
Biskupinn hefur því frá sjónarmiði kirkju sinn-
ar orðið píslarvottur og frá sjónarmiði lúterskra
íslendinga frelsishetja. Guðbrandur heldur uppi
píslarvætti biskups, eins og vænta mátti, en
hann andmælir því eindregið, að barátta bisk-
upsins hafi beinzt gegn konungsvaldinu að meg-
instefnu til, heldur hafi hún einungis gert það,
að því leyti sem barátta hans fyrir kirkjunni
hafi hlotið óbeinlínis að varða konungsvaldið.
Þetta virðist naumast geta orkað tvímælis. Ekk-