Saga - 1951, Side 69
243
ert bendir til þess, að biskup hefði amazt við
konungsvaldinu, ef það hefði látið kirkju hans
í friði. Sjálfur sendir Jón biskup konungi stór-
fé til greiðslu stríðshjálparskatts þess, sem kon-
ungur mæltist til að fá af íslandi. Að tali Guð-
brands hefur Jón biskup sent konungi í gjald
þetta samtals 1000 ríkisdali. Fjárhæðin hefur
því numið 500 aurum silfurs. Eyrir silfurs jafn-
gilti samkvæmt Jónsbók Kaupab. 5. kap. 6 aur-
um vaðmála (1:6), og verður hún þá alls 3000
aurar vaðmála, eða 150 kúgildi (kýrverð). Ef
biskup hefur goldið eitthvað í smíðuðu silfri,
sem líklegt er, þá hefur fjárhæðin hækkað að
einhverju leyti þess vegna. Síðar varð hlutfall-
ið milli eyris silfurs og eyris vaðmála 3:20, eða
1:61/3, og verður þá kýrverðatalan 166%. Hef-
ur biskup því sent konungi allálitlega fjárhæð
í stríðshjálparskatt þenna. Ef kýrverð er talið
4000 kr. í núgildandi bréfpeningum, þá nemur
fjárhæðin 600 000 — rúmlega 664 000 króna.
Ekkert virðist hafa verið til fyrirstöðu hyll-
ingu konungs af hálfu biskups og sona hans, ef
réttargrundvelli kirkjunnar væri að engu rask-
að, enda sýnist það eitt eða aðallega hafa vakað
fyrir konungi að klófesta sem mest af eignum
kirkjunnar, um leið og nokkrar breytingar urðu
á kenningum hennar og siðum, og verða sjálfur
æðsti kirkjuhöfðingi, í stað páfa og biskupa. 1
augum Guðbrands verður Jón biskup nógu dýr-
legur maður, þó að hann sé ekki frelsishetja á
veraldlega vísu, og allir íslendingar hljóta að
viðurkenna og harma réttarmorð það, sem
framið var á biskupi og sonum hans, hvernig
sem þeir líta á stjórnmálaafstöðu hans annars.
Guðbrandur skiptir riti sínu í 10 kafla, auk