Saga


Saga - 1951, Page 73

Saga - 1951, Page 73
247 það, að Hrafn Brandsson keypti af konungi hans hluta af eignunum, en biskup lagði til féð, Helming konungs keyptu þeir fyrir 300 rínar- gyllini. Þann helminginn, sem erfingjar Teits skyldu fá, slepptu þeir biskup þó ekki við erf- ingjana, en einhverjum hundsbótum virðast þeir hafa slett í þá, og var það að minnsta kosti talið í tíð Þórðar lögmanns Guðmundssonar, eftir því sem hann hefur skýrt frá, að erfingj- arnir hafi verið neyddir til að gera sér að góðu það, sem þeir biskup vildu fleygja í þá. En hvernig sem það hefur verið, þá hafa þeir bisk- up vafalítið talið sig gera góð kaup við konung, enda kostuðu þeir yfir 70 rínargyllinum bein- línis til þess að koma greiðslunni til konungs. Hefðu þeir varla gert það, ef þeir hefðu ekki talið sig hafa gert góð kaup. Guðbrandur gerir ekki grein fyrir því, hvers virði rínargyllinin 300 mundu vera. Þetta er þó hægt að gera nokkuð nálægt lagi. Rínargyllini var dönsk gullmynt, nálægt 3,2 grömm að þyngd (brúttó). Ef gert er ráð fyrir verðhlutfalli milli gulls og silfurs 1:10, eins og var eftir Jónsbók Kaupab. 5, þá svarar 1 rínargyllini til nálægt 32 gramma silfurs. í Danmörku mun hlutfallið þó hafa verið 1:11 um þessar mundir, og má því ef til vill eins reikna með því hlutfalli. En ef reiknað er með hlutfallinu 1:10, þá hefur kaupverðið jafngilt nálægt 9600 grömmum silf- urs (3,2x10X300). Ef reiknað er með því, að eyrir silfurs hafi numið 30 grömmum að þyngd, sem nærri lætur, þá hafa þeir biskup goldið 320 silfuraura virði. Mun mega gera ráð fyrir því, að 3 silfuraurar hafi um þessar mundir jafngilt einu hundraði á landsvísu (kýrverði), og þá

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.