Saga - 1952, Side 23

Saga - 1952, Side 23
281 málið hófst eða vel það, en sex ár nærri síðan þingið við Vallalaug. Þórdís hefur þenna tíma sennilega verið í Skagafirði í skjóli Jóns lög- manns og Hrólfssona, Sigurðar og Þorbergs. Segir í dómi umboðsdómenda, að menn hafi ekki þorað að dæma henni dauðarefsingu samkvæmt Stóradómi, með því að játning hennar hafi ver- ið svo fengin og svo löguð sem sagt hefur verið, og sakir þess, að Tómas Böðvarsson muni hafa komizt yfir hana með fjölkynngi. Þessar ástæð- ur til dráttar á málinu eru sennilega rétt hermdar. Árið 1618, 9. apríl,1) skipaði konungur tvo danska aðalsmenn (Jörgen Fris og Friðrik Wised) til íslands og skyldu þeir dæma þar ýmis mál. Til Bessastaða eru þeir komnir fyrir 20. maí 1618, og gefa þeir þá út áskorun til al- mennings um að bera mál sín undir þá.2) Fyrir dóm þessara umboðsdómenda stefndi nú um- boðsmaður höfuðsmanns, Jörgen Daníelsson, Þórdísi Halldórsdóttur, og sótti hún alþingi samkvæmt stefnunni. Fógetinn kom fyrir dóm umboðsdómaranna og lagði fyrir þá skriflega greinargerð um málið frá upphafi og til loka Vallalaugarþingsins, sem rakin hefur verið hér að framan, auk sagnar um það, hvers vegna ís- lenzkir dómendur hafi ekki viljað dæma Þór- dísi, sem og hefur verið nefnt. Eftir að greinar- gerð fógeta kom í dóm, sem verið hefur víst 29. júní eða ef til vill ekki fyrr en daginn eftir, kom Þórdís fyrir dóminn og með henni komu þeir bræður Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir, 1) Alþb. ísl. IV. 376-377. 2) Sama st. IV. 382-385.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.