Saga - 1952, Page 36

Saga - 1952, Page 36
294 tengdasyni Þorgils. Hafði Sturla þá gengið að eiga Ingibjörgu dóttur Þorgeirs Hallasonar í Krossanesi í Eyjafirði. Fluttist Sturla nú að Hvammi, en Böðvar að Sælingsdalstungu. Nokkru síðar réðst þangað til búlags með honum Yngvildur mágkona hans, sem þá var ekkja. Nú bar það til tíðinda í Hvammi, að þangað komu til veturvistar tveir bræður Ingibjargar húsfreyju, Þorvarður, 16 ára að aldri, og Ari, er var yngri, líklega einu ári. Bræður þessir „gerðu sér títt um fundi við Tungumenn — ok hittust oftast at laugu“. Svona orðar Sturlu saga þetta. Frásögn Laxdælu um samskonar atvik er skilmerkilegri um kjarna málsins. Þar segir í 39. kap., að þeir fóstbræður, Kjartan og Bolli, fóru til Sælingsdalslaugar; „jafnan bar svá til, at Guðrún var at laugu; þótti Kjartani gott at tala við Guðrúnu, því at hún var bæði vitr ok málsnjöll". Einkennilegt er það, að Guðrúnu er lýst hér á sömu lund og Sturlu saga lýsir Odda bróður Yngvildar. I Sturlu sögu segir áfram á þá leið, að eitt sinn um veturinn,. er Þorvarður var á heim- leið úr laugarferð, féll hann af hestbaki og meiddist á fæti. Mæddi hann blóðrás, svo að þeir bræður fóru heim að Sælingsdalstungu, og varð Þorvarður þar eftir. Gerði Yngvildur að sárum hans. Dvaldist Þorvaldur síðan í Tungu til lækninga fram á vor, og var, er á leið, ýmist þar eða í Hvammi. Þá komst sá kvittur á kreik, að þau Þorvarður og Yngvildur „mæltist fleira við en aðrir menn. En vinir

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.