Saga - 1952, Page 51

Saga - 1952, Page 51
B09 bróður sínum — síðar biskupi — með sextán manna fylgdarsveit stefnuför vestur í Dali, og bjó ásamt tengdamönnum sínum, er þar komu til móts við hann, málin til alþingis um sum- arið. Var Salbjörg flutt frá Staðarhóli, og staðurinn fenginn Þorgilsi presti Gunnsteins- syni, dóttursyni Þorgils Oddasonar, til for- ráða. Á alþingi urðu vegendur Einars, en Ari sterki hélt þar uppi svörum fyrir þá, sekir og og gerðir úr landi, en sæzt var á önnur mál1). Gjöfin til Kolfinnu var ónýtt2). Er af þessu ljóst, að Yngvildur hefur fengið greinilega sönnun þess, að hún hafði eignazt efnilegan tengdason. Framar því, sem nú hefur sagt verið, segir ekki frá Yngvildi í Sturlungu, en í Hungurvöku og Jóns sögu biskups ögmundssonar, þar sem segir frá Klængi Þorsteinssyni, er nafns hennar hvergi getið, enda er Klængur þar við enga konu kenndur. En ekki er ólíklegt, að Gunn- laugur munkur og höfundur Jóns sögu elztu hafi haft á bak við eyrað ástafar Klængs og Yngvildar, þótt varla færi það fram á Hólum, er þeir segja eftirfarandi sögu, sem vert er að taka hér upp alla, því að henni er vitanlega allri beint að Klængi. Sagan er svona: „Leikur sá var kær mönnum, áður en hinn heilagi Jón varð biskup, að kveða skyldi karlmaður til konu í dans blautlig kvæði og regilig, og kona til karlmanns mansöngsvísur; þenna leik lét 1) Sturl. I. 231. 2) Sturl. I. 450.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.