Saga - 1952, Side 60

Saga - 1952, Side 60
318 hafi verið gjörð „meir af stórmennsku en fullri forsjá“, „ok urðu tillög með óhægindum áðr létti“i). Þegar vér lesum lýsingu Hungurvöku á skap- ferð og háttum Klængs biskups,, rifjast upp fyrir oss lýsing á öðrum manni í annarri sögu. í Þorgils sögu og Hafliða, 3. og 10. kap., er Ingimundi presti Einarssyni á Reykhólum lýst á þessa leið: Ingimundur var hið mesta göfug- menni, skáld gott og ofláti mikill bæði í skap- ferð og annarri kurteisi. Hann var fræðimaður mikill og hinn mesti gleðimaður. Fór hann mjög með sögur og skemmti vel kvæðum.. Góð kvæði gerði hann sjálfur. Hann var hinn vitr- asti maður og hélt sér mjög til vinsælda við alþýðu. Hann var og mikilsvirður af mörgum manni göfugum. Hann var nokkuð févani og var þá ör að penningum og hið mesta stór- menn í skapi, sem ætterni hans var til. Það fer ekki hjá því, að hér er lýst manni af sömu gerð og Klængs, og þegar vér vitum, að Þorsteinn faðir hans og Ingimundur prestur voru systkinasynir, þá kemur það glögglega í ljós, hve Klængur biskup hefur hneigzt mjög í ætt Reyknesinga. Er vér minnumst þess enn- fremur, að það var Ingimundur prestur og Yngvildur Þórðardóttir, er var auðug að fé og virðingakona, sem héldu hina frægu veizlu á Reykhólum 1119, er þau giftu dóttur Yngvild- ar, þá sjáum vér í skýru ljósi veizluhöfðingj- ann í Skálholti, sem Hungurvaka skýrir frá. Hér er ekki staður til að rita upp hina skil- 1) Bisk. I. 81—83.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.