Saga - 1952, Page 66

Saga - 1952, Page 66
324 Sturlu, því að þeir voru báðir afkomendur Gríms Loðmundarsonar í Odda, Brandur biskup í annan lið en Sturla í þriðja. Dregur höfund- ur Sturlu sögu ekki dul á það, að frændsemin við aðilana hafi ráðið viðhorfi biskupanna til málanna1). Þá fær það ekki staðizt, að Klæng- ur biskup hefði sýslað svo sem hann gerði um mannvillumálin eftir ósk beggja aðila, ef kunn- ugt hefði verið, að hann hefði áður átt sams- konar mök við Yngvildi og Þorarður. Loks má ætla, að höfundur Sturlu sögu hefði ekki undan- fellt að skýra frá því um leið og hann segir frá hjónabandi Yngvildar, að hún hefði verið í þingum við Klæng biskup þar á eftir, ef það hefði átt sér stað. Eftir öðrum leiðum verða hér á eftir leidd rök að því, að ástir hafi fyrst tekizt með Klængi biskupi og Yngvildi eftir heimkomu hennar úr utanförinni til Noregs. Með því mæla allar staðreyndir, sem vér þekkj- um, en ekkert á móti nema það eitt, að virðu- legur, aldraður biskup hafi látið fallast fyrir holdlegri freistni. Eins og áður var getið, hefur Yngvildur sennilega ekki komið út fyrr en í fyrsta lagi 1161, er lokið var málunum milli Einars á Stað- arhóli og Hvamm-Sturlu, sem beinlínis höfðu risið útaf háttsemi hennar og Þorvarðs. Eftir heimkomuna hefur hún efalaust þurft að leita trausts góðra manna til þess að komast í sátt við landslög og rétt. Ekki er líklegt, að hún hafi leitað til Einars bróður síns í þessum efn- um. Hann skorti svo margt til að vera mikils- 1) Sturl. I. 86—87.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.