Saga - 1952, Page 68

Saga - 1952, Page 68
326 valdur Gizurarson fengið Jóru“. Auk þeirra röksemda, er áður voru greindar, má bæta því við, að mjög er það ólíklegt, ef hún hefði verið fædd áður en faðir hennar varð biskup, að svo eftirsóknarverð kona hefði ekki verið manni gefin að föður hennar lifandi heldur um 10 ár- um eftir hans dag. Hitt er sennilegast, að hún hafi ekki verið orðin gjafvaxta, er faðir henn- ar féll frá 1176. Það er ekki úr vegi að geta þess hér, að hinn ágæti maður Þorvaldur Gizurarson, sem var einn vammlausasti og mikilhæfasti höfðingi landsins um sína daga, var auk þess svo skír- lífur, að hann virðist ekki hafa átt böm með öðrum konum en eiginkonum sínum. Þetta bend- ir til þess, að hann hafi verið ungur að aldri, er hann kvæntist Jóru. Hann reið síðast til al- þingis 1234 og andaðist á næsta ári og þá senni- lega nær bálf áttræður. Það er lítill vafi á því, að Þorvaldur hefur verið einna glæsilegastur karlkostur hér á landi á sínum tíma, og maðurinn sjálfur líklega hið mesta kvennagull. Báðar Þórur, dætur Guð- mundar á Þingvöllum, óskuðu að verða síðari kona hans, er hann hafði verið 10 ár í hjóna- bandi og átt fimm sonu með konu sinni. Það er ekki sennilegt, að Þorvaldur hefði í hið fyrra sinn gengið að eiga konu, þótt biskupsdótttir væri og mörgum kostum búin, ef hún hefði ver- ið komin talsvert á fertugs aldur, ekki sérlega fjáð og átti ekki mannaforráð. öll líkindi mæla gegn þessu. Aftur á móti koma öll rök niður í einn stað um það, að Jóra biskupsdóttir hafi

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.