Saga - 1997, Page 29
BREYTINGAR A ATVINNULIFI VIÐ EYJAFJORÐ
27
Olafsfirðingar ekki þilskip, staðhættir gerðu það að verkum að þeir
gatu ekki tekið þátt í þeirri tækniþróun sem var að eiga sér stað.
Þéttbýlismyndun varð þar því seinna á ferðinni og með öðrum
^ætti en þar sem þilskipaútgerð lánaðist við Eyjafjörð.47
Svarfdælir eignuðust sitt fyrsta þilskip árið 1857 og reyndu sig
slíka útgerð í 30 ár. En þeir áttu við sömu erfiðleika að etja og
Olafsfirðingar og Héðinsfirðingar, hafnaraðstaða var engin við Dal-
vík- Þilskipaútgerð náði sér því ekki á strik og byggðarþróun varð
með líkum hætti og í Ólafsfirði.48
I Hrísey var töluverð þilskipaútgerð á seinni hluta 19. aldar. Þar
höfðu Hákarla-Jörundur útvegsbóndi í Syðstabæ og fleiri gert út á
hákarl á opnum bátum þegar skútuöldin gekk í garð. Þeir fengu
Ser fljótlega þilskip og í hartnær aldarfjórðung fengust Hríseyingar
við slíka útgerð.
A ströndinni milli Dalvíkur og Akureyrar áttu heima ýmsir þekkt-
lr þilskipaeigendur en oftast lönduðu skip þeirra á Siglufirði eða
Akureyri svo telja má þá staði hina raunverulegu útgerðarstaði
skipanna, nema þá fyrstu árin eftir að útgerð þeirra hófst þegar
Venja var að skipin kæmu að landi undan útgerðarjörð og lifrin
iekin þar í land á árabátum. Helstu þilskipaútvegsjarðirnar voru
'1amundarstaðir, Krossar, Arnarnes, Bakki, Hjalteyri og Skipalón.
Meðan þilskipin voru í höndum bænda og kaupmenn áhugalitl-
'r Urn útgerðarrekstur var lítið um útgerð frá Akureyri. Árið 1866
Dyggðu kaupmennirnir Friðrik C. M. Gudmann og Carl J. Höepfn-
er lifrarbræðsluhús á Torfunefi við Akureyri. Það markaði framför
°g afköstin jukust. Smám saman komu fleiri og fleiri þilskip til Ak-
Ureyrar og seldu afla sinn þar. Árið 1883 voru svo sett þar upp full-
emin gufubræðslutæki og styrkti það enn stöðu Akureyrar en
hlut Siglufjarðar. Um sama leyti voru verslanimar í bænum
arnar að kaupa þilskip, ýmist skipin af bændum eða ný skip, og
kureyri varð miðstöð þilskipaútvegsins á Norðurlandi. Fram að
þessu hefur sú skoðun Gils Guðmundssonar sem hann setti fram
arið 1946, þ.e. að skipin hefðu komist í hendur danskra selstöðu-
^Upmanna á níunda áratugnum, verið tekin gild. Nú hefur Jón
)altason sýnt fram á að það er ekki rétt, það hafi aðallega verið
’nnlendir kaupmenn sem keyptu skipin af bændum.49
47 Friðrik G. Olgeirsson, Hundrað dr íHorninu 1, bls. 40-43; 2,bls. 70-79.
kristmundur Bjarnason, Saga Dalvíkur 1, bls. 166.
^ Jón Hjaltason, Saga Akureyrar 2, bls. 234.