Saga - 1997, Blaðsíða 198
196
LYÐUR BJÖRNSSON
hann vita, hvar ég var heimkomin [hér líklega = niður-
kominl, og hve lengi ég muni blífa hér. Gjarnan vildi ég
skrifa móður minni til, en ég kann ekki, því það kostar mig
svo mikið.
Undirdánugasta þjónustukvinna
Sólveig Árnadóttir60
Bréf þetta er eina einkabréfið, sem höfundur þessarar ritsmíðar
hefur séð frá spunanemunum til aðila á íslandi. Af bréfi, sem
Thorning virðist hafa ritað GL, er ljóst, að Sólveig kom til Brahe-
trolleborgar 2. september 1785, og er ástæða til að ætla, að einhver
hinna íslendinganna hafi orðið henni samferða, jafnvel nokkrir.61
Sólveig hefur haft álit á Thorning sem kennara, og þetta álit var
gagnkvæmt. Thorning getur þess í fyrrnefndri greinargerð, aö
hann hafi í fyrstu látið Sólveigu spinna og síðar spóla og „bal'
binera", en á árinu 1786 var farið að láta hana reyna sig við vefnað-
Öll þessi verk hafi hún leyst þannig af hendi, að hann hafi enga
ástæðu haft til umvöndunar. Því fari að vísu fjarri, að hún kunni
enn sem komið er að búa til og fara með öll þau tæki, sem nauö-
synleg verði að teljast til að setja upp vefstól og huga að honum-
Hún kunni ekki heldur til hlítar að setja upp vef eða að þvo og
sortera garn, en öll þessi störf verði hún að geta leyst af hendi upp
á eigin spýtur og stórlýtalaust, áður en hún fari heim til Islands, e
henni sé ætlað að veita þar verksmiðju forstöðu, enda ólíklegt, að
hún geti leitað á náðir einhvers þar varðandi þessi viðfangsefm-
fyrrgreindri greinargerð frá 26. marz 1789 er tekið fram, að Sólveig/
sem þá var reyndar farin til Kaupmannahafnar til náms hjá Kohlen,
en hann var meistari í vefnaði, sé bezti starfskrafturinn í hópi
lendinganna, bæði dugleg og námfús og geti ofið fínna léreft en
þeir. Hún hafi ennfremur lært kembingu og sorteringu og að losa
sellulósa við efni, sem hann var gegndrepa af, og geti auk þess ha
umsjón með fleiri en einum vef. Sólveig er sögð hafa lært reikning
og skrift og stjórnendur verksmiðjunnar hvetja rentukammerið ti
að greiða fyrir henni á allan hátt. Höfundur greinargerðarinnar
vitnar til Thornings sem heimildarmanns að umsögn sinni um -
lendingana.62 Nokkru fyrr eða 5. apríl 1788 er þess getið í bréfi
60 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 720.
61 />/'. Isl. journ. 7., nr. 112. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 720. Ódagsett bréf.
62 ÞÍ.lsl journ. 8., nr. 436. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 89.