Saga - 1997, Blaðsíða 112
110
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
legar, enda hafði Phelps lagt í svo mikinn kostnað við fslandsleið-
angurinn að hann sá fram á stórkostlegt tjón ef hann yrði frá að
hverfa við svo búið. Hins vegar misnotaði hann óneitanlega að-
stöðu sína eftir valdatökuna til að gína sem mest hann mátti yfir
versluninni í landinu og slá jafnvel eign sinni á útflutningsvörur
sumra danskra verslana, sem Jörgensen gerði upptækar.51 Þær ráð-
stafanir Jörgensens beindust gegn verslunum þeirra fastakaup-
manna sem bjuggu ekki á Islandi. Þeim lét hann loka og gaf svo
verslunarstjórunum kost á að taka við þeim með vægum kjörum,
væru þeir búsettir borgarar í landinu. Skyldu þeir slíta öll tengsl
við fyrri eigendur og húsbændur og taka í staðinn upp viðskipti
við Phelps, sem var þannig ætluð yfirburðaaðstaða í íslensku versl-
uninni, jafnframt því að sambandið við Danmörku yrði rofið. Um-
svif hans voru líka mjög mikil sumarið 1809, því að auk mikillar
verslunar í Reykjavík og nágrenni sendi hann eitt skip til Djúpa-
vogs og Akureyrar og lest klyfjahesta með vörur til Eyrarbakka og
Skagastrandar. Jörgensen átti frumkvæði að því síðarnefnda í sam-
ræmi við þann yfirlýsta ásetning sinn að sjá landsmönnum fyrir
nægilegum kornvörum á skaplegu verði. í því skyni gaf hann út
fyrirmæli um söluverð á þessum vörum og tók þær traustataki í
sumum þeim skipum, sem komu til landsins á vegum þeirra versl-
ana er hann hafði látið loka eða gera upptækar.52 En takmarkaður
tími gafst til framkvæmda.
Með fyrrgreindum samningi Stephensensbræðra og Alexanders
Jones 22. ágúst voru allar tilskipanir og ráðstafanir Jörgensens dæmd-
ar dauðar og ómerkar. Verslanir sem hann hafði látið loka skyldu
opnaðar þegar í stað, svo að kaupmenn gætu haldið rekstri þeirra
áfram eftir ástæðum. Og dönskum eignum og peningum opinberra
sjóða bæri að skila. Samningur Notts og Trampes frá 16. júní skyldi
vera áfram í fullu gildi og hann hið skjótasta auglýstur opinberlega
um allt land ásamt samningi þeirra bræðra og Jones.53 Það var svo
í framhaldi af þessum samningum og vegna þeirra eftirmála sem
urðu í London veturinn 1809-10 út af ráðsmennsku Jörgensens og
51 Sama rit, bls. 210-16.
52 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 116-23. - Helgi P. Briem,
Sjálfstæði íslands 1809, bls. 160-62, 166-70, 191-94, 206-16, 241-43, 254-64,
274-97,362-67,380-92.
53 Lovsamling for Island VII, bls. 258-61. - Anna Agnarsdóttir, „Great Britain
and Iceland", bls. 131-42.