Saga - 1997, Blaðsíða 316
314
RITFREGNIR
um, og reyndar allt framundir okkar daga. Þar við bættist, að þjóðleiðir
milli byggða á Vestfjörðum liggja víða yfir háa og torfæra fjallvegi eða um
torleiði með sjó. Voru ferðalög því oft hættusöm, einkum að vetrarlagi, og
margar frásagnir hafa geymst af fólki, sem varð úti á leið milli byggða,
eða hrapaði til dauðs í klettum og skriðum.
Eyjólfur Jónsson hefur um áratugaskeið unnið að söfnun heimilda um
slysfarir á Vestfjörðum og birtist árangur þess eljuverks í ritinu Vestfirzkir
slysadagar 1880-1940. Segir það sína sögu um tíðni slysfara, að frásögnin
skuli fylla tvö væn bindi. Sagan er rakin í tímaröð og hefst í ársbyrjun
árið 1880, en lýkur í árslok 1940. Getið er allra slysa, sem höfundur hefur
haft spurnir af á Vestfjörðum á tímabilinu og er sérstakur þáttur um hvert
atvik og heimilda ávallt getið í þáttarlok. Eyjólfur hefur lagt sig eftir að
kanna frumheimildir í hverju einstöku tilviki og nýtir yfirgripsmikla
þekkingu sína á ættfræði til að greina sem nákvæmast og ítarlegast frá
öllum þeim, sem slösuðust eða fórust.
Hætt er við að ýmsir álíti að sá fróðleikur, sem hér er á borð borinn,
hljóti að vera býsna harður undir tönn. Svo er þó ekki. Frásagnirnar eru
að sönnu í stíl annála og sumar stuttorðar, en málfar höfundar er tært og
meitlað og frásagnirnar allar mjög fróðlegar og læsilegar, þótt sögur af
slysförum geti eðli málsins samkvæmt aldrei orðið neinn skemmtilestur.
Allir þeir, sem áhuga hafa á íslenskri - og þó sérstaklega vestfirskri -
sögu, ættu að hafa gott gagn af þessu verki.
Sögufélag ísfirðinga gefur ritið út og er í alla staði vel að útgáfunni
staðið. Ritið er í handhægu broti og allur frágangur mjög smekklegur. I
lok síðara bindis eru heimilda- og nafnaskrár og auka þær notagildi verks-
ins að mun.
Jón Þ. Þór
Jón Ólafsson úr Grunnavík: HAGÞENKIR. Þórunn Sig-
urðardóttir gaf út og ritaði inngang. Góðvinir Grunna-
víkur-Jóns og Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og
kennslugagna. Reykjavík 1996. 84 bls. Nafnaskrá.
Greinargóður inngangur Þórunnar skýrir frá ævi Jóns Ólafssonar (1705-
1779) og tengir rit hans við hugmyndastefnur samtímans. Hagpenki skrif-
aði Jón árið 1737 og var ritið hið fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Því er
skipt í fjóra hluta. Fyrsti hluti fjallar um uppeldi og fræðslu barna (eink-
um pilta) í heimahúsum, en ekki er minnst á sérstaka barnaskóla. Annar
hluti fjallar um formlegt bóknám, einkum í latínu, sem Jón taldi vera þarf-