Saga - 1997, Blaðsíða 191
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
189
verið erlendis til styrktar íslendingum. Ragnheiður fullyrðir, að fé
þessu sé svo skipt, að hinir efnaðri fái bróðurpartinn, jafnvel allt að
60 rd. hver maður, en hinir fátæku og þeir, sem líði skort, fái sára-
lítið eða ekkert. Hún hafi verið nauðbeygð að fara utan sjálf og
freista þess að rétta hlut sinn, en ekkert fé hafði hún fengið þegar
bréfið var ritað. Hún kveðst hafa farið fram á að fá vinnu við
spuna og var þá sett til náms í þeirri iðn. Ragnheiður kveðst sjálf
hafa með erfiðismunum aurað saman fyrir utanferðinni, en ferða
kostnaðurinn var 6 rd.39
Ragnheiður Böðvarsdóttir hefur því verið þrígift, og hét sá manna
hennar, sem dó í Móðuharðindunum, Ögmundur Alexandersson
°g barn þeirra Þuríður. Ögmundur mun vera fæddur um 1756 og
hefur því verið talsvert yngri en Ragnheiður. Tengdaforeldrar henn-
ar, sem dóu í harðindunum, hétu Alexander Órækjuson (f. 1723) og
Elín Ögmundsdóttir (f. 1726).40 y .
Fulltrúar Árnesþings í hópnum voru þau Guðmundur Þórisson
(Thureson) og Sigríður Þorsteinsdóttir. Sigríður var frá Klaustur-
hólum í Grímsnesi og verður hennar getið síðar í þessari grein.
Lestina rekur Steinvör Sigurðardóttir úr ísafjarðarsýslu. Jón sýslu
maður Arnórsson getur þess í bréfi til stiftamtmanns, að Steinvör
sé við nám í vefnaði og spuna í Kaupmannahöfn. Hún var 23 ara
að sögn Jóns og hafði unnið hjá Dönum á ísafirði. Bróðir Steinvarar
hjó í Kaupmannahöfn.42
Arið 1786 var röðin komin að Þingeyingum, en þá komu þær
Ell'n (Ellen) Einarsdóttir og Sigríður Markúsdóttir til Kaupmanna-
hafnar. Sigríður kveðst vera úr Húsavíkurhéraði í bréfi til rentu-
kammers og hafi hún ætlað að heimsækja bróður sinn, sem þá hafi
^erið dáinn. Hann hafi dáið á ferðalagi til Guineastrandarinnar
ÓSlavernes kyst"), en þaðan fluttu Danir þræla til Vestur-Indía.
óttist Sigríður þá ekki eiga annarra kosta völ en að fá sér vinnu,
eri hana útvegaði rentukammerið hjá Howden.43
Samanburður á bréfum Elínar Einarsdóttur og Sýslumannaævum
endir eindregið til þess, að hún hafi verið dóttir sr. Einars Jóns-
4n ^ is1, )°urn- 6-,nr' A61, og 8., nr. 8.
®jörn Magnússon, Vestiir-Skaftfellingar 1703-1966 IV, bls. 302.
Jí W'Isl.JOUm.6.,nr.ll04.
® sl- Bréf úr ísafjaröarsýslu til stiftamtmanns, bréf dagsett 25.8.1788.
Isl. journ. 6., nr. 6, nr. 898, bréf dagsett 1.3.1790.