Saga - 1997, Blaðsíða 188
186 LÝÐUR BJÖRNSSON
þó aðeins við átta þeirra í bréfi til verzlunarstjórnarinnar, enda
höfðu tveir þeirra þá þegar helzt úr lestinni.30 Nöfn allra nýliðanna
eru þekkt: Guðmundur Þorsteinsson, Guðmundur Þórisson (eða
Þórðarson = Thureson), Guðrún Jónsdóttir, Jón Árnason, Ólöf Bjarna-
dóttir, Ragnheiður Böðvarsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Steinvör
Sigurðardóttir, Valgerður Skaftadóttir og Þuríður Bjarnadóttir.
Þuríður var Eyfirðingur og fór til Kaupmannahafnar fyrir hvatn-
ingu Stefáns amtmanns, en ekki lærði hún spuna og vefnað, sem
þó hafði staðið til. f bréfi til rentukammers, dagsettu að Christians-
bernikovsgötu 294 hinn 25. október, kveður Martin Olsen Holm
Þuríði vera bróðurdóttur sína, sem fallin sé frá fyrra áformi, og
muni hann greiða ferðakostnað hennar og koma henni fyrir hja
virtu fólki.31 Martin þessi Holm mun vera sami maðurinn og Leve-
tzow stiftamtmaður kveður samkvæmt rentukammersbréfi fúsan
til að opna veitingasölu í Reykjavík, enda fái hann eitt af húsum
Innréttinganna til starfseminnar, 150 rd. styrk og jörð á leigu. Leve-
tzow lagði til, að gestgjafi væri jafnframt umsjónarmaður Hóla-
vallaskóla. Rentukammerið hafnaði þeirri hugmynd að opna veit-
ingahús, taldi bæinn enn of lítinn og að væntanlegur veitingamað-
ur mundi ekki hafa nægilegar tekjur af rekstrinum af þeirri orsök-
Þau Guðrún Jónsdóttir, Jón Árnason og Valgerður Skaftadóttir
voru öll úr Norður-Múlasýslu samkvæmt fyrrnefndu bréfi konungs-
verzlunarinnar frá 1785. Valgerður var dóttir Skafta prests Árna-
sonar (1720 eða 1722-82) að Hofi og Guðrúnar Guðmundsdóttuh
konu hans, en hún var prestsdóttir frá Hofi. Valgerður hafði veri
gift Stefáni Stefánssyni frá Landamóti í Kinn fyrir utanförina, en
skildi við hann.33 í bréfi til Chr. Colbjornsens staðhæfir Eiríkur
nokkur Hoff, að Valgerður sé bróðurdóttir sín, en Eiríkur þessi var
sonur Guðmundar prests á Hofi, og hefur Valgerður því verið syst
urdóttir hans.34 Eiríkur var prentari og mun hafa dáið í fátaekt |
Kaupmannahöfn um 1790.35 Guðrún Jónsdóttir kveðst í bréfi ti
rentukammers, dagsettu 24. október 1785 í Christianshavn, sem er
30 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 7.12.1785.
31 ÞÍ. Isl. journ. 6., nr. 1149.
32 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 18.8.1787.
33 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 207, bréf dagsett 8.11.1785. - Bogi Benediktsson, $ýsU
mannaævir I, bls. 396-97.
34 ÞÍ. Isl. journ. 7., nr. 1552, bréf dagsett 11.8.1788.
35 Jón Helgason, íslendingar i Danmörku, bls. 110.