Saga - 1997, Blaðsíða 220
218 LÝÐUR BJÖRNSSON
hluta 19. aldar, til dæmis Magnús, sonur Stefáns amtmanns Þórar-
inssonar, árið 1822.127
Nemarnir í vefnaði og spuna eru allmikil viðbót við þann hóp
Islendinga, sem vitað er, að stunduðu iðnnám í Danmörku á síðan
hluta 18. aldar, og skiptu þeir þó að minnsta kosti nokkrum tuguna-
Þeir voru styrktir til náms, að minnsta kosti flestir hverjir. Spuna-
nemarnir bjuggu við betri kjör en danskir iðnnemar, fengu 64 sk.
eða 1 rd. í styrk á viku og vinnulaun að auki, en dönsku nemarnir
urðu að láta vinnulaunin duga. Þetta er ekki ný bóla um íslenzka
námsmenn í Danmörku, og nægir að benda á forréttindi íslenzkra
stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla því til stuðnings. Þar nutu
íslenzkir stúdentar ókeypis vistar á stúdentagarðinum (Regensen)
eða húsaleigustyrks allt frá dögum Guðbrands biskups Þorláks-
sonar (1579) og fram á 20. öld. Forréttindi þessi má rekja til siða-
skiptanna og eignaupptöku í kjölfar þeirra, en hún átti sér einnig
stað í öðrum hlutum Danaveldis og án þess að viðlíka bætur kænau
fyrir. Að vísu nutu stúdentar frá Færeyjum, Noregi (12), Gotlandi,
Kaupmannahöfn (8-10) og Friðriksborg svipaðra réttinda til styrks
um skeið, en þeir misstu þau þegar tímar liðu, stúdentar frá Frið-
riksborg þó undanskildir.128 Væntanlega er um að ræða Friðriks-
borgarhöll í Hillerod, börn starfsfólksins hafa þá notið réttindanna-
Vegalengdir og samgönguerfiðleikar geta ekki verið helztu orsakir
þessa, enda hefðu stúdentar frá Færeyjum og sumum héruðum
Noregs þá átt að sitja við sama borð og íslenzkir stúdentar.
Danska stjórnin hefur varið talsverðu fé til þessa verkefnis, ferða-
kostnaður nemanna var greiddur að fullu, þeir fengu vikulegan
styrk meðan á námi stóð og tæki við útskrift.
Líklega hefur aðeins hluti nemanna snúið heim að námi loknu-
Sumir þeirra fengu hinn bezta vitnisburð, einkum þau Guðmund-
ur Þórisson (Thureson) og Sólveig Árnadóttir, sem bæði virðast
hafa ílenzt ytra. Vafalaust hafa þeir nemanna, sem komu aftur ut,
kennt hér vinnubrögð í einhverjum mæli, sumir jafnvel mikið (J011
Þorsteinsson). Víst er á hinn bóginn, að bæði þeir og landið í heu
hefðu haft meiri not af náminu, ef það hefði miðast við ullarvefna
en ekki línvefnað, enda var ull algengt hráefni á íslandi en hor
127 Lýður Björnsson, „Spunastofa Stefáns amtmanns", Súlur, 35. hefti, bls. 122-
128 Sigfús Blöndal, „Úr sögu Garðs og Garðbúa", Ársrit Hins íslenzka Frxðafel^S'
VIII, bls. 55-70 (einkum bls. 60).