Saga - 1997, Blaðsíða 133
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
131
gjöld o.fl. tilkostnaður fældu óhjákvæmilega sérhvern kaupmann
frá þessari verslun, sem var auk þess almennt býsna áhættusöm.
Vegna hins mikla umstangs við að útvega verslunarleyfin var það
ennfremur nokkurn veginn vonlaust að kaupmenn í svo fjarlægum
tóndum sem Bandaríkjunum gætu orðið sér úti um þau. Jafnvel
þótt mun lægri lestagjöld væru lögð á timbur og sumir norskir kaup-
menn hefðu áhuga á að senda skip með þá vöru til íslands, sáu
þeir sér engan hag í því við svo búið. Vegna sífellds tilfinnanlegs
timburskorts í landinu og okurverðs á því litla sem inn var flutt,
ákvað stjórnin sumarið 1821 að fella þessi gjöld af timbri niður að
svo miklu leyti sem þurfa þætti. Eftir það sendu einstöku norskir
kaupmenn flest ár nokkurt timbur til íslands og þótti landsmönn-
um mikil bót að því. Hins vegar kvörtuðu ýmsir fastakaupmenn
akaft yfir þessari samkeppni utanríkismanna og fullyrtu að með
henni væri gengið á einkarétt danskra þegna á íslensku verslun-
mni. Og stjórnin kom að því leyti til móts við kvartanir kaupmanna
að hún gætti þess jafnan að stilla leyfisveitingum sínum til Norð-
aianna mjög í hóf.107
^egar á allt er litið fór heldur lítið fyrir því aukna verslunarfrelsi
Sem tilskipunin frá 11. september 1816 er kennd við. Veigamestu
rök þeirra sem mæltu gegn fullu verslunarfrelsi Islendinga voru,
að Danir mættu einskis missa af þeim beina og óbeina hagnaði er
lslenska verslunin gæfi af sér. Nú vofði einnig sú hætta yfir að
^retar næðu tangarhaldi á henni og þar með jafnframt á landinu
sjálfu, ef hún yrði gefin alveg frjáls. Verslunarnefndin lætur þenn-
311 ótta við Breta ákveðið í ljós í álitsgerð sinni (bls. 73) eins og fyrr
getur, og Clausen er ennþá ómyrkari í máli í framangreindum
bæklingi sínum (bls. 13-16). Þessi ótti var alls ekki tilefnislaus, þar
ýð kunnugt var að rekinn hafði verið í Bretlandi áróður fyrir því að
Island yrði innlimað í Bretaveldi.108 Hins vegar reyndist breska
stjórnin ekki hafa áhuga á því, og hún áleit ekki heldur hyggilegt
að þröngva Dönum, í friðarsamningnum í Kiel, til að veita bresk-
Ulr» kaupmönnum neinar sérstakar ívilnanir í íslensku versluninni.
Danir gætu þá farið fram á að fá í staðinn sams konar réttindi í
breskum nýlendum. Á þetta benti stjórnin þegar verslunarfyrir-
107 lovsamling for Island VIII, bls. 256-57,389, X, bls. 324-25, 445-46,459-60.
Anna Agnarsdóttir, „Ráðagerðir um innlimun íslands í Bretaveldi á árunum
1785-1815". Saga XVII, (1979). - Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Ice-
'and", bls. 13^6,214-35.