Saga - 1997, Blaðsíða 109
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
107
hann skorti sárlega, hefði safnast fyrir á íslandi vegna siglingaleysis
°g þar skorti líka erlendar vörur.39 Hann sendi því skipið Clarence
af stað í desember 1808 og kom það til Hafnarfjarðar um miðjan
janúar 1809, þ.e. þegar siglingar var síst von.
Trampe stiftamtmaður var ókominn til landsins, en staðgengill
hans ísleifur Einarsson landsyfirréttardómari, sem var mikill bók-
stafsmaður í lagatúlkunum, vísaði til fríhöndlunarlaganna og bann-
aði umboðsmönnum Phelps, James Savignac og Jörgen Jörgensen,
alla verslun á íslandi án tillits til ríkjandi siglingaleysis. Þeir voru
hins vegar á vel vopnuðu skipi með víkingaleyfi frá flotastjórninni
°g lögðu hald á áður nefnt skip, Justitiu, sem hafði vetrarlægi í
Hafnarfirði. Sáu þá ísleifur og nánustu samstarfsmenn í þessu máli,
Frydensberg landfógeti og Koefoed sýslumaður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, þann kost vænstan að veita verslunarleyfið gegn því
að skipinu yrði sleppt. Var samningur um þetta leyfi þegar birtur
almenningi. Savignac byrjaði svo verslun í Reykjavík sem gekk
heldur illa, m.a. sökum þess að verslunin í landinu var mjög bund-
lr> við sumartímann. Um 20. mars hélt Jörgensen til Englands á
skipinu Clarence með lítið annað en kjölfestugrjót innanborðs.40
Þegar Trampe kom til íslands þann 6. júní 1809 eftir nærri tveggja
ara fjarveru hafði staða hans breyst til muna. Konungur hafði auk-
>ð völd hans verulega vegna erfiðra samgangna við ísland.41 Sjálfur
hafði Trampe svo tekið sér það bessaleyfi að gerast jafnframt kaup-
maður í Reykjavík með því að kaupa verslun þar af Adzer Knud-
sen kaupmanni. Þar með fylgdi skipið Orion ásamt vörufarmi, sem
hafði sumpart verið keyptur fyrir lán úr konungssjóði til að bæta
Ur brýnni þörf á íslandi. Voru þessi kaup gerð í Kristjánssandi í
þloregi á útmánuðum 1809 er þeir voru báðir staddir þar á leið til
Islands eftir miklar tafir. Kaupin rökstuddi Trampe gagnvart Rentu-
karnmerinu þannig, að Knudsen hefði af óvæntum ástæðum orðið
að hætta við íslandssiglinguna og séð fram á að verða að selja skip
°8 farm í Noregi. Því taldi Trampe sig hafa verið tilneyddan að
kaupa hvorttveggja, svo að vörurnar kæmust til íslands og hann
sjalfur til embættis síns þar samkvæmt fyrirmælum konungs. Og
39 Sama rit, bls. 87-92.
40 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 92-95. - Helgi P. Briem,
Sjálfstæði íslands 1809, bls. 83-88,95-110.
41 Lovsamling for Island VII, bls. 217-18. - Helgi P. Briem, SjálfstæBi íslands 1809,
bls. 118-19.