Saga - 1997, Blaðsíða 269
RITFREGNIR
267
eru þetta vitanlega ekki. cinar Laxness gerir t.d. ágæta grein fyrir fram-
gangi mála í uppflettiriti sínu um sögu Islands.
A bls. 156 segir frá skrifum í Vísi árið 1943 þar sem „lesandi" kvartar sár-
an undan því hversu erfitt sé að fá heimilishjálp. Þær stúlkur sem þó bjóð-
lst í vist séu kröfuharðar: heimti átta stunda vinnudag, yfirvinnu greidda,
°g þar á ofan tilheyrandi tæki. Þær spyrji um ryksugur, þvottavélar og
hrærivélar. Ef slíkt sé ekki til taks séu þær ekki til viðtals. Með réttu bend-
lr höfundur á að þarna sé trúlega um nokkrar ýkjur að ræða, en „engu að
síður" rnegi hafa þetta „til marks um þá miklu breytingu sem var orðin"
wiiðað við stöðu mála einum til tveimur áratugum fyrr. Hann nefnir hins
Vegar ekki þá ástæðu sem mestu máli skipti og kom raftækjaeign lítið við.
Hún er sú að konur höfðu nú mun fjölbreyttari möguleika á vinnumark-
aði en áður. Fleira smálegt mætti rekja af þessum toga, en mestu máli
skiptir að túlkanir og niðurstöður höfundar eru yfirleitt sannfærandi.
Alegingagnrýnin á þetta rit lýtur einkum að því hvort lesandanum séu
Veittar nægar upplýsingar svo hann fái sem skýrasta mynd af gangi mála.
jatengt þessu er svo staðsetning fróðleiksins í sumum tilvikum. Saga sem
pessi verður m.a. að byggja mjög á margs konar tölulegum upplýsingum,
hd. hlýtur að vera mikilvægt að gefa góða hugmynd um þróun fólksfjöld-
^ns. En hvernig hefur tekist til? Á bls. 42 er forsagan fram um 1920 að
aki. Margt fróðlegt hefur rekið á fjörur. Þar á meðal eru raktar umræður
tillögur um rafvæðingu frá um 1890, gasstöð tekur til starfa 1910 og frá
enni fær hluti bæjarbúa orku til eldunar og lýsingar. Nánast samhliða á
Ser svo stað rafvæðing með einkastöðvum, líkt og gerðist víða í útlönd-
Um' °g þriðjungur húsa í bænum er tengdur rafmagni áður en almenn-
lngsveita tekur loks til starfa árið 1921.
Allt er þetta yfirleitt skýrt og skorinort frá hendi höfundar. En litlar vís-
endingar eru gefnar um fjölda húsa, heimila eða íbúafjöldann í bænum.
visvar sinnum hefur þó umfang höfuðstaðarins verið gefið til kynna en í
®ði skiptin má segja að „mælikvarðinn" geti talist villandi, a.m.k ef tek-
1 er mið af almennri málnotkun. En allt um það, Reykjavík er sögð „lítið
Porp" um migja 19, öld (bls. 16) og „smáþorp" um og upp úr 1890 (bls. 24).
etra hefði verið fyrir lesandann að fá að sjá, svart á hvítu, hversu Reyk-
víkingar voru margir í tímans rás. í „litla þorpinu" bjuggu 1149 manns
adð 1850, árið 1870 voru Reykvíkingar orðnir 2024, en þá var þess skammt
ofða að fyrstu götuljóskerin yrðu sett upp í bænum eins og frá er greint í
°kinni. f „smáþorpinu" bjuggu um 3700 manns árið 1890, íbúarnir voru
800 árið 1900 og tæplega 11500 árið 1910 þegar Gasstöðin tók til starfa.
hað er fyrst á bls. 46, í beinni tilvísun upp úr Morgunblaðinu frá árinu
°, að lesandinn fær haldgóða vísbendingu um fólksfjöldann og þar
eð hugboð um þann markað sem við blasti. Að sögn blaðsins voru íbú-
r 1 höfuðstaðnum orðnir 16 þúsund talsins. Þetta kemur fram í öðrum
uta bókarinnar.