Saga - 1997, Blaðsíða 205
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
203
mættu velja sér aðsetursstað á íslandi. Þeir skyldu fá þann styrk,
sem heitið hafði verið, og mun þar átt við tækjabúnað og hráefni.
Auk þessa skyldi sérhver nemi fá 30 rd. að gjöf og frítt far til Is-
lands. Lögð er áherzla á, að nemarnir verði komnir til Kaupmanna-
hafnar snemma næsta vor, enda verði þá auðveldara að undirbua
heimferð þeirra. Mestu er talið varða, að nemarnir úr Arnessýslu
og Sólveig Árnadóttir verði þá ferðbúin. Amtmaður hafi heitið að
útvega Sólveigu starf, sýslumaðurinn í Árnessýslu ætli að ráða
Guðmund Þórisson (Thureson) til sín, og ættingjar Sigríðar Þor-
steinsdóttur ætli að finna henni starf.76
Stefán amtmaður ítrekaði þá skoðun sína í bréfi, dagsettu
janúar 1788, að nemarnir ættu að snúa aftur til íslands að námi
l°knu. Hann kveðst í bréfi þessu, sem er til rentukammers, ætla a
stofna ullarvefsmiðju á heimili sínu og vefa þar striga og lére t.
Stefán kveðst fús til að ráða Sólveigu til sín, ef hún vilji sjálf og se
enn laus og liðug, enda gæti hún þá veitt vefsmiðjunni forstöðu.
fmtmaður telur á hinn bóginn óhyggilegt að senda nemana til
Islands áður en þeir séu hæfir til að annast slíkt verkefni og þa
hvort sem vefsmiðjan verði eign þeirra sjálfra eða kaupmanna.
Hann bendir á að veita verði nemunum styrk til kaupa á nauðsyn
Iegum tækjum og hæfilegu magni af hráefni áður en þeir komi út,
euda geri þetta þeim kleift að koma undir sig fótunum. Er þetta
mjög í samræmi við fyrrnefnda greinargerð og kynm að vera rotin
þeim tillögum.77
GL skýrir rentukammeri frá því í bréfi, dagsettu 8. ágúst 17 , a
Sólveigu Árnadóttur bjóðist starf sem kennari („læremoder ) vi
sPunaskóla á Jótlandi. Hvatt er til, að ráðning hennar verði með
Þeim hætti, að hún losni úr þessu starfi næstkomandi vor, enda se
víst ókleift að losa hana undan þeirri skyldu að hverfa heim til Is-
lar>ds. Rentukammerið er hvatt til að styrkja Sólveigu með þremur
mk. á viku, enda sitji hún þá við sama borð og aðrir íslenzkir nem-
Fiestir íslendinganna hafa farið frá Brahetrolleborg á haustmán-
uðum 1790. Reventlow greifi getur þess í bréfi til rentukammers,
að báðir Guðmundarnir og báðir Jónarnir hafi í októbermánuði fall
W’. Isl, journ. 8., nr. 125, bréf dagsett 21.8.1788.
7 Þl- Isl. journ. 7., nr. 1301. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 720.
8 h/. isL journ. 8., nr. 543. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 1497.