Saga - 1997, Blaðsíða 116
114
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
nytu væntanlegs hagnaðar af henni, auk þess sem hafa þyrfti eftir-
lit með því að nægar nauðsynjavörur væru fluttar til landsins. Nú
verði því hins vegar ekki í móti mælt að þessi einskorðun hafi í för
með sér alvarlegan skort og óheyrilegt verðlag brýnustu nauðsynja-
vara, þegar siglingar innan ríkisins gerist erfiðar eða stöðvist jafn-
vel alveg. Þess vegna væri alfrjáls verslun og samkeppni líklega
hagkvæmust Islendingum, bæði að því er varði innfluttar og út-
fluttar vörur. Eftir missi Noregs sé Island auk þess orðið ennþá
fjarlægara móðurlandinu en áður og því sé þeim mun mikilvægara
að komast að niðurstöðu um tilhögun verslunarinnar til frambúð-
ar. Þetta mál kveðst Rentukammerið því vilja athuga nánar, en um-
beðið verslunarleyfi til Crufts gæti orðið undirbúningur að því að
gefa verslunina alveg frjálsa. I samræmi við þetta er kammerinu
síðan falið í hinum konunglega úrskurði að íhuga hvort ráðlegt
væri að gefa íslensku verslunina alveg frjálsa öllum þjóðum og
hvernig yrði þá best að því staðið. Þá er og látið í veðri vaka að
verslunarfrelsið verði jafnvel komið til framkvæmda áður en leyfið
til Crufts renni út.
Hér hefur það vafalaust skipt máli að Friðrik konungur var um
þessar mundir á Vínarfundinum ásamt Rosenkrantz utanríkisráð-
herra. María drottning fór með konungsvaldið á meðan, en störf-
um utanríkisráðherra gegndi Ernst Schimmelmann, er verið hafði
formaður landsnefndar síðari og einnig setið um skeið í sölunefnd
þannig að hann var nákunnugur málefnum íslensku verslunarinn-
ar. Gild ástæða er til að ætla að Schimmelmann, sem var maður
frjálslyndur og víðsýnn, hafi mótað hér stefnuna í málinu og Most-
ing forseti Rentukammersins fallist á hana.65
I tilkynningu dagsettri 1. apríl 1815, sem Rentukammerið sendi
stiftamtmanni og amtmönnum á Islandi um verslunarleyfið til Crufts,
var að vísu drepið á það að verið væri að hugleiða hvort gefa ætti
verslun landsins alveg frjálsa í náinni framtíð en ekki sagt að kamm-
erinu hefði verið falið að íhuga þetta mál.66 Það fréttu landsmenn
þó líka, og frumkvöðlum almennu bænarskrárinnar frá 1795, Magn-
úsi Stephensen og Stefáni Þórarinssyni, þótti sem nú væri lag að
knýja á um fullt verslunarfrelsi, eftir að gallar fríhöndlunarfyrir-
komulagsins höfðu sannast svo rækilega í nýafstöðnu stríði. Magn-
65 Lovsamling for Island VII, bls. 539-41. - Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunar-
saga, bls. 317-20,329-31. - Dansk biografisk leksikon XIII, bls. 89-92.
66 Rtk. ísl. brb. I (1808-16), nr. 1465-67 (frumrit í RA, ljósrit í ÞÍ).