Saga - 1997, Blaðsíða 250
248
RITFREGNIR
um flest þau svið mannlífsins sem Magnús lét sig varða og skrifaði um-
Ingi fellir hvert svið í sérstakan kafla, þannig að bókin er einkar handhæg
og auðveld í notkun. Eftirfarandi þættir fá hver sinn kafla: Stjórnmál, lóg
og réttur, atvinnuvegir, stéttir og þjóðfélagshópar, trúmál, fræðslu- °g
uppeldismál, heilbrigðismál, bókmenntir, íslensk tunga, saga og náttúru
vísindi.
Eins og áður sagði, hefur mismikið þegar verið skrifað um einstaka efn
isflokka bókarinnar, bæði af Inga og öðrum, þannig að sumt kemur manm
ekki mjög á óvart. Höfundur vitnar hins vegar nákvæmlega til rannsókna
annarra fræðimanna, og einkar gagnlegt er það þegar hann í upphafi margra
kafla rekur yfirlitsrit (innlend og erlend) sem snerta efni þeirra. Efni kat ‘
á borð við „Stéttir og þjóðfélagshópar", „Heilbrigðismál" og kaflinn um
íslenska tungu svo einhverjir séu nefndir er á hinn bóginn að miklu leyó
nýtt. Á hitt ber að líta, eins og ég gat um áðan og er hrein nýlunda í þeSS
ari bók, að reynt er að gefa heildarmynd af hugmyndum Magnúsar um
hvern málaflokk og setja í þær innlent og erlent samhengi. Staða Magnus
ar gagnvart öðrum upplýsingarmönnum íslenskum er aukinheldur afar
forvitnileg og því efni gerir Ingi iðulega ágæt skil. Helsti ljóður á bókinnt
er þó e.t.v. sá að hún mætti á stöku stað vera ítarlegri. Frásögnin af sálma
bókardeilunni (Leirgerðardeilunni) hefði t.d. mátt vera fyllri þar sem reý
hefði verið að endurmeta hana. Galli fannst mér einnig að Ingi minn
ekki á Jón Ólafsson úr Grunnavík í umfjöllun sinni um fræðslumák ÞeU
sem skrifað hafa um íslenska upplýsingu hafa flestir ómaklega gen8
fram hjá Jóni.
í upphafi bókar eru þrír kaflar sem fjalla um: 1) Helstu æviatriði Magn
úsar og eðliseinkenni hans, 2) Sögulegt baksvið og 3) Mótun hugmy11
Magnúsar. í þessum köflum reynir Ingi að draga upp mynd af MagllUS1
og þeim jarðvegi sem hann er runninn úr. Umfjöllun þessi er ekki ein
nauðsyn heldur og oft býsna skemmtileg. í kaflanum um ævi Magnu
byggir Ingi umfjöllun sína m.a. á ummælum samtímamanna Magn ^
og manna af næstu kynslóð á eftir og dregur upp fremur skýra myn
dómstjóranum, þótt hún staðfesti raunar það sem áður var vitað. I a
anum „Sögulegt baksvið" er farið heldur hratt yfir sögu, en það kemur r
ekki mjög að sök þar eð frásögnin er markviss og skýr. Helst mættm
að því að Ingi skuli í kaflanum um „Mótun hugmynda Magnúsar ^
fjalla ítarlegar um grein hans um upplýsinguna (prentuð í Skemrnu
vinagleði) í samhengi við grein heimspekingsins Kants sem áður hafði s ^
að viðlíka grein: „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?"- Raunar ^
með nokkrum rétti halda því fram að ástæða hefði verið til að fjalla s
um heimspekihugmyndir Magnúsar. í inngangi skýrir Ingi hins vega f
ákvörðun sína að fjalla ekki sérstaklega um þennan þátt: _
Ég taldi ekki ástæðu til að hafa sérstakan kafla um heimspeki, P
sem fjallað er um viðhorf, sem kalla má heimspekileg, 1 0