Saga - 1997, Blaðsíða 201
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
199
hvorki voru í Brahetrolleborg né Lindenborg, en væntanlega hefur
það verið í Kaupmannahöfn, til dæmis hjá Howden.
Hugsað til heimferðar
Fram hefur komið, að Stefán amtmaður Þórarinsson lagði þegar
arið 1784 áherzlu á, að Sólveig Árnadóttir sneri aftur heim til Eyja-
fjarðar að námi loknu. Af rentukammersbréfi til GL er ljóst, að amt-
niaöur hafði þá nýverið ítrekað þessi tilmæli og að þessu sinni
einnig farið fram á, að Sólveig kæmi heim að loknu námi að
Erahetrolleborg.67 Athyglisvert er, að bréf Sólveigar til amtmanns
kynm að vera kveikja að bréfi þessu, en það var birt hér að framan.
hentukammerið féllst á tilmæli amtmanns, og hinn 10. júlí 1786
ntaði stjórnardeildin GL og óskaði eftir því, að Sólveigu yrði kennt
naegilega mikið til einfalds léreftsiðnaðar, svo að unnt yrði að
Senda hana heim næstkomandi vor, en þó skyldi hún ekki send
ke*m, fyrr en tryggt væri, að hún gæti haft full not af náminu. í
svarbréfi tekur GL fram, að Thorning heiti því, að hann skuli næst-
°mandi sumar vera búinn að kenna Sólveigu léreftsvefnað og
meðferð þeirra tækja, sem nauðsynleg séu til þess starfs, enda hafi
Un þá þegar sýnt miklar framfarir á þessu sviði.68 Næsta vor til-
ynnir GL rentukammeri, að Sólveig muni koma til Kaupmanna-
'afnar strax og hún hafi lært nægilega mikið. Tekið er fram, að
n°kkrir fleiri nemar geti kennt lín- og bómullarspuna, en þeir
unn' ekki vefnað. GL telur heppilegast í bréfinu, að þessir nemar
Verði líka sendir heim til íslands, lengri námsdvöl væri óþörf, ef
nemamir eigi aðeins að vinna við spuna og hún yrði einnig byrði á
sjóðum rentukammersins.69
Pátt markvert gerðist í máli nemanna næstu mánuðina, en af
ymsum bréfum frá árinu 1788 er ljóst, að ákveðið hefur verið að
ara þá leið, sem GL benti á 1787. Frá því er til dæmis greint í bréfi
GL til
rentukammers, að nemunum að Brahetrolleborg hafi verið
®kýrt frá þeirri fyrirætlun að senda þá heim sem fyrst. Tekið er
m, að flestir nemarnir hafi þá látið í ljós ugg um, að þeir mundu
gg Þl; Bréfab. rtk., bréf dagsett 8.4.1786.
■ Ll. journ. 7., nr. 203. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 720. Bréf þetta er einnig
heimild um bréf rentukammers frá 10. júlí.
isl. journ. 7., nr. 596, bréf dagsett 1.5.1787. Liggur með Isl. journ. 8., nr.