Saga - 1997, Blaðsíða 186
184
LYÐUR BJORNSSON
dunið hafi yfir (Móðuharðindunum), og bústofn þeirra sé allur
fallinn. Stúlkan geti ekki af eigin rammleik greitt fæði á leiðinni til
Kaupmannahafnar, og er rentukammerið beðið að leysa þann
vanda. Tekið er fram, að bæði sýslumaður og prófastur, sem verið
hafi sálusorgari Sólveigar, hafi lagt að amtmanni að beita áhrifum
sínum til að koma henni til náms ytra, en báðir þessir menn gef>
stúlkunni hin beztu meðmæli vegna framkomu, hlýðni og nám-
fýsi. Þá hafi stúlkan beðið sig um meðmæli. Stefán amtmaður legg'
ur áherzlu á, að Sólveig komi aftur til Eyjafjarðar að námi loknu,
enda geti hún þá kennt öðrum iðn sína. Þá telur Stefán nauðsyn-
legt að koma íslenzkum iðnnemum og ekki sízt stúlkum, sem korm
í fyrsta skipti út í hinn stóra heim, fyrir á heimili þekkts og vel-
þenkjandi borgara eða að minnsta kosti undir daglega umsjon
hans, og sé árangur námsdvalarinnar að verulegu leyti undir þessu
kominn. Stefán segir Sólveigu 21 árs að aldri.18 Árið 1784 var sr.
Erlendur Jónsson, prestur í Hrafnagilsþingum, prófastur í Eyjafjarð-
arprófastsdæmi, og hefur Sólveig því verið búsett í prestakalli hans,
Hrafnagils- eða Kaupangssókn.19 Jón Jakobsson getur þess í fyrr'
nefndu bréfi, að móðir Sólveigar sé enn á lífi, en hafi misst aleigu
sína og betli. Sólveig hafi keypt sér föt fyrir reytur sínar til að skýla
sér með á ferðalaginu, en Fr. Lynge kaupmaður hafi lofað því,
Sorensen skipstjóri, á húkkortunni ísafjörður, muni ekki krefja hana
um fargjald.
Rentukammerið ritaði „General land oeconomie og commerce
collegium" (framvegis skammstafað GL) og fól þeirri stjórnarden
að greiða götu Sólveigar í Danmörku. GL svaraði þessum tilnaæl
um þegar næsta dag og skýrir frá því, að Sólveig skuli snúa ser 1
Howdens verksmiðjustjóra, sem búi við Gamla konungsveginn utan
við Vester-Port, og muni hann taka hana sem nema.20 Þremur dóg
um síðar ritar GL rentukammeri á ný og tjáir því nú, að Sólveig se
svo hlaðin kaunum og útbrotum, að Howden treysti sér ekki til al
hafa hana í sínum húsakynnum, enda neiti allir aðrir nemar
umgangast hana af ótta við smithættu.21 Sólveig var lögð inn a
Hansspítala, og af bréfi rentukammers til fjármálastjórnarinnar
að
St.
er
18 ÞÍ. Isl. journ. 6., nr. 671. Bréf til amtmanns er dagsett 1.7.1784 og bréf sýs
manns 8.7. sama ár.
19 Sveinn Níelsson, Prestatal og pmfasta, bls. 280.
20 ÞÍ. Isl. journ. 6., nr. 671, bréf dagsett 5. og 6. ágúst 1784.
21 S.st.