Saga - 1997, Blaðsíða 111
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
109
Þannig stóðu málin er Phelps og Jörgensen komu til Reykjavíkur
21- júní á skipinu Margaret and Ann, sem var vel vopnum búið og
með víkingaleyfi. Phelps virðist ekki hafa reynt að ná tali af Trampe
en látið nægja að bíða átekta á skipi sínu um hvort stiftamtmaður
auglýsti samninginn við Nott og léti fjarlægja bannauglýsingar
sínar. Þegar allt sat við hið sama sunnudaginn 25. júní þótti Phelps
°8 mönnum hans sýnt að Trampe ætlaði að svíkja samninginn og
h'mabært væri að grípa til víkingaleyfisins. Lét Phelps þá skipstjóra
Slnn, John Liston, leggja hald á skip Trampes, Orion, taka hann
s]álfan til fanga og geyma í skipinu Margaret and Ann.47
Þetta leiddi síðan til svonefndrar hundadagastjórnar Jörgensens,
Sem lýsti yfir sjálfstæði íslands undir vernd Bretlands. Hefur Phelps
líklega vænst þess að breska stjórnin samþykkti þetta tiltæki og
sl*gi jafnvel eign sinni á landið í nafni konungs, eins og Banks
hafði ítrekað mælt með.48 Sú von brást hins vegar er herskipið Tal-
b°t, sem leysti Rover af hólmi, kom til landsins í ágústmánuði.
^lexander Jones skipherra áleit Phelps hafa gengið miklu lengra
en víkingaleyfið heimilaði honum. Setti hann því stjórn Jörgensens
al °g endurreisti fyrra stjórnarfar með samningi þann 22. ágúst við
^agnús Stephensen og Stefán bróður hans, amtmann í vesturamti.
beir tóku svo stjórn landsins að sér til bráðabirgða, þar eð Trampe
baus að halda til London til þess að kæra fyrir bresku stjórninni þá
nieðferð sem hann hafði orðið að sæta og ýmsan annan yfirgang
Phelps, Listons og Jörgensens.49
Hest bendir til þess að Trampe hafi sjálfur átt mesta sök á til-
^högum byltingarinnar með þvergirðingi sínum gagnvart Bretum.
^lonum hefði þó átt að vera orðið það ljóst að siglingar milli ís-
lands og annarra hluta Danaveldis, og raunar allar siglingar á veg-
Urn Islandskaupmanna, væru vonlausar án samþykkis bresku stjórn-
armnar. Sjálfur hafði hann t.d. orðið að koma við í Leith á skipi sínu
®rion á leiðinni frá Noregi til Reykjavíkur, og þá undir nafni fyrri
eiganda, Adzers Knudsens, til að fá breskt siglingaleyfi frá árinu
1808 endurnýjað.50
Aðgerðir Phelps og manna hans gegn Trampe eru því skiljan-
^ Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 111-14. - Helgi R Briem,
Sjálfstæði íslands 1809, bls. 143 o.áfr.
^ ðnna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 23-46, 96-100, 114-30,
151-52.
j}9 sama rit, bls. 131-50.
0 Helgi p. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 121-23.