Saga - 1997, Blaðsíða 192
190 LÝÐUR BJÖRNSSON
sonar á Skinnastað og Guðrúnar Jónsdóttur, konu hans.44 Þá virðist
líklegast, að Ólafur Snæbjörnsson úr Eyjafirði hafi komið til Kaup-
mannahafnar þetta haust, enda er hans getið í greinargerð frá stjórn-
endum vefsmiðju að Brahetrolleborg, dagsettri 4. apríl 1789, en þar
er Ólafur sagður hafa verið hartnær þrjú ár við nám45
I bréfi GL til rentukammers, dagsettu 11. nóvember 1786, er stjórn-
ardeildinni tjáð, að þeim Elínu Einarsdóttur og Sigríði Markúsdóttur
hafi verið komið í spuna- og vefnaðarnám samkvæmt tilmælum
rentukammers. Afrit af því bréfi fylgir, en þar telur rentukammerið
líklegt, að fleiri en átta nemar muni koma af íslandi þetta haust. Af
danskri heimild er ljóst, að þau Þórunn Ágústínusardóttir og Gísli
Bjarnason hafa komið utan til náms um þetta leyti, ef til vill 1786.
Gísli kaus raunar fremur að leggja stund á smíðar þegar hann kom
utan og var þetta leyft. Þetta eru fimm nemar og vantar því nöfn
einhverra.46
Líkur benda til, að tveir nemar að minnsta kosti hafi komið til
Danmerkur á árinu 1787. Amtsyfirvöldum á Fjóni var boðið með
rentukammersbréfi að bæta Halldóri á lista yfir þá nema, sem gjam
skyldi greitt af, enda bætist hann í hóp þeirra nema, sem séu að
Brahetrolleborg. Af greinargerðinni frá forráðamönnum Brahetrolle-
borgar frá 1789 er ljóst, að Halldór var Kolbeinsson, en ekki verður
af þessum heimildum ráðið, úr hvaða landshluta hann var.47 Þá er
ljóst af bréfi frá Levetzow stiftamtmanni, að Gunilla Jónsdóttir ur
Gullbringu- og Kjósarsýslu fór utan til spunanáms 1787. LevetzoW
kveður Gunillu vera dóttur norsks bátasmiðs.48 Á árunum 1771—
72 dvöldu yfir 20 (21) Norðmenn hér við bátasmíði og netagerð og
hefur Gunilla vafalítið verið dóttir eins þeirra. Flestir þessara bata-
smiða héldu utan 1775. Þeir dvöldust í Reykjavík, Grundarfirði, a
Patreksfirði og ísafirði og víðar, til dæmis á Austfjörðum.49
44 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 208, bréf dagsett 2.5.1789, og 8., nr. 799, bréf dagseft
7.8.1789. - Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir IV, bls. 773-75.
45 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 436. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 89.
46 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 28.10.1786. - Brithe K. Fischer, Bréf til Elsu
Guðjónsson, textil- og búningafræðings, dagsett 27.12.1982. Elsa E. Guðjóas
son sendi höfundi ljósrit af heimild þessari og heimilaði notkun hennar-
Höfundur þakkar Elsu E. Guðjónsson þessa greiðvikni.
47 ÞÍ. Bréfab. rtk. Isl. journ. 8., nr. 436.
48 ÞÍ. Bréfab. stiftamtmanns, nr. 23, bréf dagsett 20.10.1787.
49 Ferðabók Olaviusar I, bls. 60-61 (Formáli Jóns Eiríkssonar).