Saga - 1997, Blaðsíða 195
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
193
slíka vinnu. Þá leyfði Howden henni að leita sér að vinnu annars
staðar og heimilaði jafnframt, að hún mætti vinna hjá sér fyrir
daglegu brauði til páska 1787 við spuna. Fékk hún venjuleg laun
fyrir þessa vinnu og að auki þrjá rd. í verðlaun fyrir fíngerðan
spuna. Um páska 1787 réðst Sigríður til Björns Skúlasonar (fógeta)
Thorlacius, meistara við Byggingatækniskólann (Konstruktionskolen),
en næsta sumar varð hún veik og lá um sex vikna skeið á Frede-
richsspítala. Veturinn 1788-89 var hún enn í vist hjá Birni, en með
Vorinu tóku veikindin sig upp á ný, og aftur fór Sigríður á spítala.
Að þessu sinni lá hún einar 30 vikur, þar af tvær á Frederichs-
spítala, en síðan á St. Hansspítala. Undir haustið gat hún aftur
farið að vinna og að þessu sinni hjá ráðskonunni (oldfruen) við St.
Hansspítala. Þar var Sigríður næsta hálfa árið, en komin var hún
aftur til Björns þegar bréfið var ritað. Sigríður kennir loftslaginu í
Kaupmannahöfn um veikindi sín, einkum sumarhitunum, og telur
yíst, að sér muni batna þegar hún komi aftur til íslands.53
Elín Einarsdóttir vann hjá Howden um tveggja ára skeið og lauk
sPunanámi í vefsmiðju hans. Hún kveðst í bréfi til rentukammers,
Tagsettu að Lille Kongensgade 93 hinn 24. október 1788, hafa aflað
sér lífsviðurværis með vinnu við spuna. Auk þessa hafi hún fengið
1 rd. frá rentukammeri til greiðslu á fæði og húsnæði, en þetta hafi
eEki nægt til að greiða fyrir föt og húsaskjól næstliðinn vetur. 4 Af
öðrum bréfum, til dæmis bréfi frá Valgerði Skaftadóttur, er ljóst, að
tentukammerið styrkti Elínu með 1 rd. á viku, en það var jafnhár
styrkur og aðrir íslenzkir nemar fengu.55 Lille Kongensgade opnast
’nn á Kongens Nytorv, og á hornum götunnar við torgið eru tveir
þekktir samkomustaðir íslendinga frá 19. öld, knæpurnar Mjóni
(„Stephan a Porta") og Hvítur („Hviids Vinstue"), en á hinni síðar-
efndu sat Jónas Hallgrímsson yfir öli kvöldið áður en hann fótbrotn-
aði.
Hér að framan var látið að því liggja, að nokkur breyting hafi
°rðið á högum Sólveigar Árnadóttur árið 1785. Það ár var hún
Send til náms suður til Brahetrolleborgar á Fjóni ásamt íslending-
Unum Guðmundi Þórissyni (Thureson), Guðmundi Þorsteinssyni,
Jóni Árnasyni, Ólafi Snæbjörnssyni, Ragnheiði Böðvarsdóttur og
^3 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 898, bréf dagsett 1.3.1790.
^4 Þí. Isl. journ. 8., nr. 7.
Þí. Isl. journ. 8., nr. 126, bréf dagsett 17.9.1788.
’3 - SAGA