Saga - 1997, Blaðsíða 122
120
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
að flestar þjóðir reyndu eftir megni að bægja útlendingum frá versl-
un sinni og þá ekki síst Bretar með hinum ströngu siglingalögum
sínum. Ef utanríkismönnum yrði leyfður óheftur aðgangur að versl-
un á Islandi öðluðust t.d. Bretar langtum meiri réttindi þar en Dan-
ir nytu í Bretlandi (bls. 22-23).76
Greint var frá bæklingi Clausens og aðalefni hans í blaðinu
Nyeste Skilderie af Kjebenhavn þann 30. apríl 1816 og álit Stórkaup-
mannafélagsins auk þess rakið orðrétt. í næsta blaði birtust svo
athugasemdir Magnúsar Stephensens við þessi skrif og nokkru síðar
ýtarlegt svar Clausens í tveimur blöðum í röð.77 Kom þar ýmislegt
fram sem drepið er á hér annars staðar. Þá skrifaði Bjarni Þorsteins-
son hógværa umsögn um bækling Clausens í tímaritið Dansk Litter-
atur Tidende,78 Margt varð þannig til þess að vekja almenna athygli
á málinu.
Samkvæmt endurminningum Bjarna Þorsteinssonar áttu kaup-
menn hauk í horni í verslunarnefndinni þar sem var fyrrnefndur
Hans Jensen embættismaður (kommitteraður) á íslandsskrifstofu
Rentukammers. Hann hafði unnið þar við íslensk málefni síðan
1786 og átt sæti í sölunefnd frá því um aldamót.79 Var hann því tal-
inn býsna fróður um þessa málaflokka, enda orðinn þar áhrifa-
mikill. Bjarni gerir hins vegar heldur lítið úr þekkingu hans en tel-
ur hann hafa verið vinveittan kaupmönnum úr hófi fram, látið þá
t.d. fylgjast náið með störfum nefndarinnar og átt í því skyni reglu-
lega fundi með þeim. Sumir kaupmenn hafi líka jafnan átt greiðan
aðgang að ýmsum öðrum háttsettum og áhrifamiklum mönnum,
svo sem Jessen konungsritara (kabinetssekretær) og Niels Rosen-
krantz utanríkisráðherra, sem hafi því verið málstað þeirra afar
hliðhollir. Orð hafi og leikið á því að ýmsar vinargjafir frá kaup-
mönnum fylgdu með, ekki síður en til Jensens gamla.80 Því má
bæta við að góður kunningsskapur tókst greinilega með þeim Rosen-
krantz og Clausen í sambandi við erindrekstur þess síðarnefnda i
76 Gyldendals verdenshistorie III, bls. 216, 252-54, IV, bls. 22-30 (um stefnu Breta
í verslun og siglingum).
77 Nyeste Skilderie af Kjobenhavn, 1816, nr. 35,36,40,41.
78 Dansk Litteratur Tidende for Aaret 1816, nr. 23 og 24. - Bjarni Þorsteinsson,
„Sjálfsævisaga", Merkir íslendingar II, bls. 290-91.
79 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 330.
80 Merkir íslendingar II, bls. 273,280,282,289,297-98,300-301.